Þróuðu tæki til baráttu gegn beinhimnubólgu Sæunn Gísladóttir skrifar 14. maí 2016 07:00 Teymið sem stendur að baki Tumentes sýnir prótótýpuna. vísir/anton „Þegar þú ert með beinhimnubólgu er gott að hita og kæla til skiptist til að minnka bólgur, en oft er þetta of mikið ferli fyrir fólk og það endar á því að nenna ekki að meðhöndla þetta. Við ákváðum því að þróa vöru sem myndi einfalda þetta fyrir alla,“ segir Olga Ýr Georgsdóttir, nemandi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Olga Ýr, ásamt Þorsteini Jónssyni, Kristjáni Svani Eymundssyni, Bergdísi Maggý Bergsteinsdóttur, Jóni Garpi Fletcher og Jóhönnu Wium Pálmarsdóttur, stendur að baki vörunni Tumentes. Varan var þróuð af nemendunum, sem eru á fyrsta ári en í mismundi deildum í HR, á námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja síðustu þrjár vikur. „Þetta er púði sem er festur á þig með frönskum rennilás svo að þú getir ráðið þrýstingnum sjálfur. Svo stillirðu með fjarstýringu hversu lengi þú vilt hafa hitann og hversu háan þú vilt hafa hann,“ segir Olga Ýr. Varan verður lítil og með rafhlöðu þannig að notendur geti tekið hana með sér í göngu. „Við erum ekki að koma með nýja leið til að tækla beinhimnubólgu, við erum bara að reyna að einfalda ferlið, þannig að það séu meiri líkur á að fólk geri eitthvað í þessu,“ segir Olga Ýr og bætir við að teymið hafi gert könnun sem sýndi að margir nenni einfaldlega ekki að meðhöndla beinhimnubólgu og hætti jafnvel að stunda hreyfingu út af bólgunni. Teymið er komið með prótótýpu og með allt sem það þarf til að þróa vöruna frekar. „Við erum ekki búin að fara í neina áhættuvinnu, en við erum komin með það á hreint hvernig þetta virkar og formúluna í kringum það,“ segir Olga Ýr. Hún segir drauminn að taka verkefnið lengra. „Við erum háskólanemar á fyrsta ári þannig að þá þyrftum við að fara í eitthvað samstarf eins og staðan er núna og aðstæður eru, en það væri geggjað ef það væri hægt,“ segir Olga Ýr. Fleiri verkefni verða kynnt í dag í lokahófi námskeiðsins í HR. Þá hefjast örkynningar kl. 15.30 og verðlaunaafhending fyrir bestu verkefnin kl. 16.30.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Þegar þú ert með beinhimnubólgu er gott að hita og kæla til skiptist til að minnka bólgur, en oft er þetta of mikið ferli fyrir fólk og það endar á því að nenna ekki að meðhöndla þetta. Við ákváðum því að þróa vöru sem myndi einfalda þetta fyrir alla,“ segir Olga Ýr Georgsdóttir, nemandi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Olga Ýr, ásamt Þorsteini Jónssyni, Kristjáni Svani Eymundssyni, Bergdísi Maggý Bergsteinsdóttur, Jóni Garpi Fletcher og Jóhönnu Wium Pálmarsdóttur, stendur að baki vörunni Tumentes. Varan var þróuð af nemendunum, sem eru á fyrsta ári en í mismundi deildum í HR, á námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja síðustu þrjár vikur. „Þetta er púði sem er festur á þig með frönskum rennilás svo að þú getir ráðið þrýstingnum sjálfur. Svo stillirðu með fjarstýringu hversu lengi þú vilt hafa hitann og hversu háan þú vilt hafa hann,“ segir Olga Ýr. Varan verður lítil og með rafhlöðu þannig að notendur geti tekið hana með sér í göngu. „Við erum ekki að koma með nýja leið til að tækla beinhimnubólgu, við erum bara að reyna að einfalda ferlið, þannig að það séu meiri líkur á að fólk geri eitthvað í þessu,“ segir Olga Ýr og bætir við að teymið hafi gert könnun sem sýndi að margir nenni einfaldlega ekki að meðhöndla beinhimnubólgu og hætti jafnvel að stunda hreyfingu út af bólgunni. Teymið er komið með prótótýpu og með allt sem það þarf til að þróa vöruna frekar. „Við erum ekki búin að fara í neina áhættuvinnu, en við erum komin með það á hreint hvernig þetta virkar og formúluna í kringum það,“ segir Olga Ýr. Hún segir drauminn að taka verkefnið lengra. „Við erum háskólanemar á fyrsta ári þannig að þá þyrftum við að fara í eitthvað samstarf eins og staðan er núna og aðstæður eru, en það væri geggjað ef það væri hægt,“ segir Olga Ýr. Fleiri verkefni verða kynnt í dag í lokahófi námskeiðsins í HR. Þá hefjast örkynningar kl. 15.30 og verðlaunaafhending fyrir bestu verkefnin kl. 16.30.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira