Hagnaður Burberry dregst verulega saman Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 Frá sýningarpöllum Burberry á síðasta ári. vísir/Getty Breska tískufyrirtækið Burberry tilkynnti í gærmorgun að tekjur hefðu dregist saman um eitt prósent á síðasta ári og að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt hefði lækkað um sjö prósent milli ára. Tilkynnt var að fyrirtækið ætlaði að lækka árlegan kostnað sinn um 100 milljónir punda, jafnvirði 18 milljarða íslenskra króna, meðal annars með því að einfalda framleiðsluferlið. Á sama tíma mun það fjárfesta fyrir 10 milljónir punda, 1,8 milljarða króna, á þessu ári og 25 milljónir punda, 4,4 milljarða króna, á næsta ári í verslunum og stafrænu umhverfi. Forsvarsmenn Burberry segja tölurnar endurspegla erfitt ástand á lúxusvörumarkaði. Talið er að Kínverjar beri ábyrgð á 29 prósentum af heildarsölu á þeim markaði, og því hafi samdráttur í Kína á undanförnu misseri dregið verulega úr sölu. Frá árinu 2010 til 2014 óx lúxusvörumarkaðurinn um að meðaltali sjö prósent á ári. Forsvarsmenn Burberry telja þó að einungis nokkurra prósenta vöxtur verði á þeim markaði á næstu árum.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breska tískufyrirtækið Burberry tilkynnti í gærmorgun að tekjur hefðu dregist saman um eitt prósent á síðasta ári og að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt hefði lækkað um sjö prósent milli ára. Tilkynnt var að fyrirtækið ætlaði að lækka árlegan kostnað sinn um 100 milljónir punda, jafnvirði 18 milljarða íslenskra króna, meðal annars með því að einfalda framleiðsluferlið. Á sama tíma mun það fjárfesta fyrir 10 milljónir punda, 1,8 milljarða króna, á þessu ári og 25 milljónir punda, 4,4 milljarða króna, á næsta ári í verslunum og stafrænu umhverfi. Forsvarsmenn Burberry segja tölurnar endurspegla erfitt ástand á lúxusvörumarkaði. Talið er að Kínverjar beri ábyrgð á 29 prósentum af heildarsölu á þeim markaði, og því hafi samdráttur í Kína á undanförnu misseri dregið verulega úr sölu. Frá árinu 2010 til 2014 óx lúxusvörumarkaðurinn um að meðaltali sjö prósent á ári. Forsvarsmenn Burberry telja þó að einungis nokkurra prósenta vöxtur verði á þeim markaði á næstu árum.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira