Spáir velsæld heimila í kraftmiklum hagvexti Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2016 18:45 Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira