Kauphöllin í Stokkhólmi kjörin fyrir íslensku bankana jón hákon halldórsson skrifar 20. apríl 2016 11:30 Adam Kostyál Kauphöllin Nasdaq Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kauphöllin í Stokkhólmi er kjörinn markaður fyrir skráningu á íslensku bönkunum, að mati Adams Kostyál, yfirmanns skráninga Nasdaq á Norðurlöndunum. Hann er staddur hér á landi þessa dagana til að ræða við íslensk fyrirtæki og hagsmunaaðila um tvíhliða skráningar fyrirtækja. „Við erum að hitta fyrirtækin og við erum að hitta hagsmunaaðila eins og lífeyrissjóðina. Umræðan er alltaf sú sama. Hún er um það hvaða möguleika aflétting á fjármagnshöftunum, eða rýmri reglur um fjármagnsflutninga, myndi gefa,“ segir Kostyál. Hann segir að markmiðið sé að kynna sýn Nasdaq á Norðurlöndunum á aðstæður hér og einnig að kynna hvaða kostir eru í boði til fjármögnunar fyrir fyrirtækin á Nasdaq Nordic umfram það sem þau hafa hér á Íslandi. „Og þetta er farið að skipta fyrirtækin meira máli,“ segir hann og bætir við að fyrirtækin átti sig á því að með því að hafa hlutabréf sín skráð víðar en í heimalandinu sé hægt að stuðla að enn frekari vexti fyrirtækisins og sækja fjármagn frá norrænum og jafnvel alþjóðlegum fjárfestum. Hann segir að stærsti vettvangurinn á Norðurlöndunum sé Svíþjóð, enda hafi flest fyrirtækin verið skráð þar á síðasta ári. Bæði á aðalmarkaðnum og First North. Fyrir nauðasamninga bárust reglulega fréttir af því að slitastjórn Glitnis væri að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu Íslandsbanka. Ekkert varð þó af því og lyktaði málum þannig að ríkið eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi. Kostyál segir þó tvíhliða skráningu vera raunverulegan möguleika fyrir íslensku bankana. „Ég vil ekki tjá mig um einn banka frekar en annan en við höfum séð nokkurn fjölda fjármálastofnana skjóta upp kollinum á markaðinum í Stokkhólmi, segir hann. Þar séu bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Hann telur að markaðurinn í Stokkhólmi sé í réttri stærð fyrir íslensku bankana, en markaðir á meginlandi Evrópu kynnu að vera of stórir. Kostyál telur að vel heppnaðar skráningar utan Íslands væru mikilvægar til þess að sýna fram á styrk, ekki einungis íslensku bankanna, heldur líka íslenska markaðarins. „Vöxturinn og efnahagsbatinn eftir hrunið er mjög aðdáunarverður og ég held að með því að vera með skráningar fyrir utan heimamarkaðinn þá myndi það sýna vel hvernig vöxturinn hefur verið hérna.“ En Kostyál sér ekki einungis fyrir sér möguleika á að skrá bankana erlendis heldur líka önnur fyrirtæki sem þegar eru skráð á Nasdaq Ísland, til dæmis Icelandair Group eða Eimskip. „Já, fyrirtæki sem vilja stækka og hafa alþjóðlega skírskotun,“ segir hann. Í dag er einungis eitt íslenskt fyrirtæki tvískráð. Það er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem er skráð á Íslandi og í Danmörku.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira