Kaupfélag Skagfirðinga eflir sig í höfuðborginni Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Esja kjötvinnsla er á Bitruhálsi 2. Fréttablaðið/Vilhelm Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vinnur nú að því að festa kaup á Bitruhálsi 2, iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem áður hýsti Osta- og smjörsöluna. Til stendur að sameina Esju kjötvinnslu Kjötbankanum og Gallerí Kjöti í húsnæðinu en fyrirtækin eru nú öll í eigu kaupfélagsins. „Við áttum Kjötbankann í Hafnarfirði sem var í allt of litlu húsnæði þannig að við vorum að leita okkur að stærra húsnæði fyrir matvæladreifingu okkar,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. „Þá dettum við niður á að kaupa þetta hús. Við gerðum um það samning fyrir svolitlu síðan en þarna var fyrir Kjötvinnslan Esja. Svo þróaðist það þannig að einn af hluthöfunum þar var með sinn hlut í söluferli. Okkur var boðið þetta fyrirtæki og við keyptum það,“ segir Ágúst.Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags SkagfirðingaMarkmið kaupfélagsins er að efla markaðshlut sinn í kjötframleiðslu með þessum hætti. Kaupfélag Skagfirðinga á fyrir stóran hlut í sláturhúsinu á Hellu, sláturhúsið á Sauðárkróki og helminginn í sláturhúsinu á Hvammstanga. Ágúst segir að í kjötafurðastöðinni í Reykjavík verði unnið með lamb, naut og svín, meðal annars frá Stjörnugrís og Ali. „Við ætlum að vera samkeppnisfærir og öflugir í matvælaframleiðslu á Íslandi og sölu og dreifingu á matvælum. Við erum með afkomu frá þremur afurðastöðvum. Tilgangurinn er að koma okkur vel fyrir á aðalmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu með aðstöðu til ákveðinnar framleiðslu, úrvinnslu á afurðum okkar og sölu og dreifingar.“ Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í mars síðastliðnum stendur ekkert í vegi fyrir samruna KS sölu, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga í 100 prósent eigu þess, Esju Gæðafæðis og Gallerís Kjöts. Sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna árið 2015 hafi verið undir þrjátíu prósentum í kinda- og nautakjöti, undir 20 prósentum í hrossakjöti og undir fimm prósentum í svínakjöti á innanlandsmarkaði. Það gefi ekki til kynna að markaðsráðandi staða sé að myndast. Kaupverð á húsnæðinu eða fyrirtækjunum fékkst ekki upplýst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira