Körfuboltakvöld: Hlynur Bærings var oft að hrósa honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 17:00 Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
"Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30
Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30
KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00
Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum