KR varð í kvöld Íslandsmeistari í 15. sinn í sögu félagsins eftir sigur á Haukum, 70-84, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta.
Þetta er þriðja árið í röð sem KR verður Íslandsmeistari en hefur einnig orðið deildarmeistari öll þrjú árin. Þá unnu KR-ingar bikarmeistaratitilinn í ár.
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, tók við Íslandsbikarnum úr hendi Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, í leikslok við mikinn fögnuð KR-inga.
Bikarafhendinguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
