Þingrof hefði getað haft neikvæð áhrif Sæunn Gísladóttir skrifar 13. apríl 2016 10:30 Sendinefnd AGS segir átak til að leysa út aflandskrónueignir eðlilegt skref áður en stjórnvöld snúi sér að losun hafta á almenning. vísir/pjetur Það er jákvætt að útkoman eftir pólitískan óstöðugleika í síðustu viku hafi orðið sú að þing var ekki rofið. Þetta er mat Ashoks Bhatia, formanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kynnti yfirlýsingu sendinefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Það sé jákvætt fyrir efnahagslífið að pólitískur óstöðugleiki síðastliðinnar viku hefði ekki sett allt í stopp. Bhatia sagði að mikil vinna væri fram undan við afnám hafta, sem hefði með löggjafarvaldið að gera. Mikið ætti eftir að samþykkja af þingmálum vegna afnámsáætlunarinnar. Hann sagðist einnig trúa að nýkjörin ríkisstjórn í haust myndi halda áætluninni áfram þannig að framfarir yrðu í málinu. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ótvíræður árangur náðst í íslenska efnahagslífinu. Hagvöxtur hafi ekki mælst eins hár frá því fyrir bankakreppu og byggi nú á mun styrkari grunni. „Við teljum að efnahagslegur árangur Íslands sé ótvírætt sterkur. Hagvöxtur hefur ekki verið betri síðan fyrir hrun. Fyrir hrun byggði hagvöxturinn á ósjálfbærri uppsveiflu, en byggir nú á styrkari stoðum. Þróun ferðaþjónustunnar er meðal stærri breytinga,“ sagði Bhatia. Útlit er fyrir áframhaldandi góðan árangur í efnahagslífinu og að hagvöxtur stefni í 2,5 prósent til meðallangs tíma samkvæmt yfirlýsingu sendinefndarinnar. Öflug einkaneysla, fjárfesting og ferðaþjónusta munu halda áfram að knýja framleiðslu og atvinnusköpun. Skuldir ríkisins munu líklega koma til með að lækka verulega á komandi árum. Óhóflegar launahækkanir munu þó líklega auka verðbólgu umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans til skamms tíma litið. Gera má ráð fyrir auknu aðhaldi í peningastefnunni. Launahækkanir munu draga úr samkeppnishæfni. Þetta myndi ásamt lakari viðskiptakjörum valda minnkandi afgangi af viðskiptajöfnuði. Þá telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kjöraðstæður hafi skapast fyrir ný skref í afnámi fjármagnshafta. Bhatia sagði að tilefni væri til að heimila aukna erlenda fjárfestingu lífeyrissjóða. Hann sagði þó brýnt að framkvæma frekari losun hafta með varúð. Skynsamlegt sé að gera atlögu að aflandskrónuvandanum áður en athyglin beinist að innlendum aðilum. Bhatia sagði mestu áhættuna í efnahagslífinu vera aðra kollsteypu eftir ofþenslu eins og áður hefði þekkst. Hann sagði að krafan um aukin ríkisútgjöld væri sífellt hærri, og benti á að nú væri kosninga að vænta fyrr en búist var við. „Ef nýlega uppstokkuð ríkisstjórn eða komandi ríkisstjórnir reyna að afla sér vinsælda í gegnum aukin ríkisútgjöld myndi það bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir innlendri eftirspurn sem hætta er á að sé of kröftug fyrir,“ sagði hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Það er jákvætt að útkoman eftir pólitískan óstöðugleika í síðustu viku hafi orðið sú að þing var ekki rofið. Þetta er mat Ashoks Bhatia, formanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kynnti yfirlýsingu sendinefndarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Það sé jákvætt fyrir efnahagslífið að pólitískur óstöðugleiki síðastliðinnar viku hefði ekki sett allt í stopp. Bhatia sagði að mikil vinna væri fram undan við afnám hafta, sem hefði með löggjafarvaldið að gera. Mikið ætti eftir að samþykkja af þingmálum vegna afnámsáætlunarinnar. Hann sagðist einnig trúa að nýkjörin ríkisstjórn í haust myndi halda áætluninni áfram þannig að framfarir yrðu í málinu. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ótvíræður árangur náðst í íslenska efnahagslífinu. Hagvöxtur hafi ekki mælst eins hár frá því fyrir bankakreppu og byggi nú á mun styrkari grunni. „Við teljum að efnahagslegur árangur Íslands sé ótvírætt sterkur. Hagvöxtur hefur ekki verið betri síðan fyrir hrun. Fyrir hrun byggði hagvöxturinn á ósjálfbærri uppsveiflu, en byggir nú á styrkari stoðum. Þróun ferðaþjónustunnar er meðal stærri breytinga,“ sagði Bhatia. Útlit er fyrir áframhaldandi góðan árangur í efnahagslífinu og að hagvöxtur stefni í 2,5 prósent til meðallangs tíma samkvæmt yfirlýsingu sendinefndarinnar. Öflug einkaneysla, fjárfesting og ferðaþjónusta munu halda áfram að knýja framleiðslu og atvinnusköpun. Skuldir ríkisins munu líklega koma til með að lækka verulega á komandi árum. Óhóflegar launahækkanir munu þó líklega auka verðbólgu umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans til skamms tíma litið. Gera má ráð fyrir auknu aðhaldi í peningastefnunni. Launahækkanir munu draga úr samkeppnishæfni. Þetta myndi ásamt lakari viðskiptakjörum valda minnkandi afgangi af viðskiptajöfnuði. Þá telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kjöraðstæður hafi skapast fyrir ný skref í afnámi fjármagnshafta. Bhatia sagði að tilefni væri til að heimila aukna erlenda fjárfestingu lífeyrissjóða. Hann sagði þó brýnt að framkvæma frekari losun hafta með varúð. Skynsamlegt sé að gera atlögu að aflandskrónuvandanum áður en athyglin beinist að innlendum aðilum. Bhatia sagði mestu áhættuna í efnahagslífinu vera aðra kollsteypu eftir ofþenslu eins og áður hefði þekkst. Hann sagði að krafan um aukin ríkisútgjöld væri sífellt hærri, og benti á að nú væri kosninga að vænta fyrr en búist var við. „Ef nýlega uppstokkuð ríkisstjórn eða komandi ríkisstjórnir reyna að afla sér vinsælda í gegnum aukin ríkisútgjöld myndi það bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir innlendri eftirspurn sem hætta er á að sé of kröftug fyrir,“ sagði hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira