Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 10:47 Jón Ásgeir Jóhannesson sagðist himinlifandi þegar sýknudómur féll í héraði árið 2014. Málið hefur frestast töluvert síðan. vísir/GVA Aðalmeðferð Aurum-málsins svokallaða átti að hefjast í þessari viku en allar líkur eru á að hún fari ekki fram fyrr en í haust. Munnlegur málflutningur um kröfu þriggja sakborninga um að fá dómkvadda matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum á þeim tíma sem málið nær til fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Krafan var sett fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008.Matsferli getur tekið nokkra mánuði Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fara fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu nú en þegar Barbara Björnsdóttir, dómsformaður í héraði, hefur tekið afstöðu til kröfunnar er viðbúið að þeim úrskurði verði skotið til Hæstaréttar, sama hver hún verður. Hæstiréttur hefur þá þrjár vikur til að kveða upp sinn dóm en verði fallist á að dómkvaddir matsmenn skuli kallaðir til má búast við því að matsferlið taki nokkra mánuði. Verði hins vegar ekki fallist á kröfuna má engu að síður búast við því að aðalmeðferðin fari ekki fram fyrr en í haust vegna sumarleyfis héraðsdóms.Sýkna en síðan ómerking í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð Aurum-málsins svokallaða átti að hefjast í þessari viku en allar líkur eru á að hún fari ekki fram fyrr en í haust. Munnlegur málflutningur um kröfu þriggja sakborninga um að fá dómkvadda matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum á þeim tíma sem málið nær til fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Krafan var sett fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008.Matsferli getur tekið nokkra mánuði Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fara fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu nú en þegar Barbara Björnsdóttir, dómsformaður í héraði, hefur tekið afstöðu til kröfunnar er viðbúið að þeim úrskurði verði skotið til Hæstaréttar, sama hver hún verður. Hæstiréttur hefur þá þrjár vikur til að kveða upp sinn dóm en verði fallist á að dómkvaddir matsmenn skuli kallaðir til má búast við því að matsferlið taki nokkra mánuði. Verði hins vegar ekki fallist á kröfuna má engu að síður búast við því að aðalmeðferðin fari ekki fram fyrr en í haust vegna sumarleyfis héraðsdóms.Sýkna en síðan ómerking í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira
Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05