Svona finnur þú falin skilaboð á Facebook sem þú vissir ekki af Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2016 13:01 Samfélagsmiðillinn Facebook lumar á ýmsum krókum og kimum sem notendur vita ekki endilega af. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Facebook lumar á ýmsum krókum og kimum sem notendur vita ekki endilega af. Meðal þeirra er vandlega falin skilaboðamappa þangað sem skilaboð til þín geta ratað án þess að þú hafir hugmynd um það. Í október síðastliðnum breytti Facebook viðmóti sínu að þessu leytinu til. Áður var hver notandi með tvær möppur undir skilaboð; í aðra setti Facebook öll þau skilaboð sem síðan taldi öruggt að ættu beint erindi við þig og í hina, sem opna þurfti sérstaklega, rötuðu þau „útsíuðu“ skilaboð sem síðan taldi að væri ruslpóstur frá ókunnugum.Hér finnur þú möppuna sem um ræðir.VísirEftir breytingarnar er það nú þannig að öll skilaboð sem ekki eru frá vinum þínum á Facebook rata í möppuna „skilaboðabeiðnir“ eða „message requests“. Þar getur fólk óskað eftir því að hefja við þig samtal þó þið séuð ekki vinir á Facebook. Nema hvað, ein önnur mappa er til sem alls ekki allir notendur vita af og er ólíklegt að maður rekist á án þess að maður leiti hennar sérstaklega. Þetta er mappan „útsíaðar skilaboðabeiðnir“ eða „filtered message requests“. Hana finnur maður með því að opna skilaboðagluggann líkt og til að skoða skilaboðabeiðnir og smella svo á „meira“. Ef maður vill finna möppuna í gegnum snjallsímaforrit Facebook, þarf að smella á „stillingar“ eða „settings,“ „fólk“ eða „people“ og þar er hægt að skoða möppuna.Stutt kennslumyndband á ensku sem fer í gegnum ferlið.Sem fyrr segir, vita tiltölulega fáir af þessari möppu. Henni er ætlað að grípa ruslpóst ýmis konar frá fólki sem vill hag notenda ekki sem mestan en dæmi eru um það að ansi mikilvæg skilaboð hafi ratað þangað og notendur ekki séð þau fyrr en seint og um síðir. Til að mynda greinir Business Insider frá tilfelli manns sem sá ekki skilaboð maka vinar síns úr menntaskóla þess efnis að vinur hans væri fallin frá fyrr en tveimur mánuðum síðar. Þá kom í ljós við vinnslu þessarar fréttar að blaðamaður 365 missti fyrir nokkru af heimsókn erlends kunningja til Íslands vegna þess að skilaboðin rötuðu í huldumöppuna.Notendur Twitter segja margir svipaða sögu.Nice one Facebook, this hidden message thing has got my wife in tears.She was contacted by a cousin, who has died since sending the message— Matt Spicer (@Bristol_Pirate) April 6, 2016 Lost my passport last year and some 10/10 messaged me saying he had it and facebook hid the message from me— Brittany Knight (@bwitt_xox) April 5, 2016 thought i'd lost all contact forever w my japanese host family but just found a fb message from them that fb filtered out 2 YEARS ago !!!!— merman (@merrmerrm) April 7, 2016 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook lumar á ýmsum krókum og kimum sem notendur vita ekki endilega af. Meðal þeirra er vandlega falin skilaboðamappa þangað sem skilaboð til þín geta ratað án þess að þú hafir hugmynd um það. Í október síðastliðnum breytti Facebook viðmóti sínu að þessu leytinu til. Áður var hver notandi með tvær möppur undir skilaboð; í aðra setti Facebook öll þau skilaboð sem síðan taldi öruggt að ættu beint erindi við þig og í hina, sem opna þurfti sérstaklega, rötuðu þau „útsíuðu“ skilaboð sem síðan taldi að væri ruslpóstur frá ókunnugum.Hér finnur þú möppuna sem um ræðir.VísirEftir breytingarnar er það nú þannig að öll skilaboð sem ekki eru frá vinum þínum á Facebook rata í möppuna „skilaboðabeiðnir“ eða „message requests“. Þar getur fólk óskað eftir því að hefja við þig samtal þó þið séuð ekki vinir á Facebook. Nema hvað, ein önnur mappa er til sem alls ekki allir notendur vita af og er ólíklegt að maður rekist á án þess að maður leiti hennar sérstaklega. Þetta er mappan „útsíaðar skilaboðabeiðnir“ eða „filtered message requests“. Hana finnur maður með því að opna skilaboðagluggann líkt og til að skoða skilaboðabeiðnir og smella svo á „meira“. Ef maður vill finna möppuna í gegnum snjallsímaforrit Facebook, þarf að smella á „stillingar“ eða „settings,“ „fólk“ eða „people“ og þar er hægt að skoða möppuna.Stutt kennslumyndband á ensku sem fer í gegnum ferlið.Sem fyrr segir, vita tiltölulega fáir af þessari möppu. Henni er ætlað að grípa ruslpóst ýmis konar frá fólki sem vill hag notenda ekki sem mestan en dæmi eru um það að ansi mikilvæg skilaboð hafi ratað þangað og notendur ekki séð þau fyrr en seint og um síðir. Til að mynda greinir Business Insider frá tilfelli manns sem sá ekki skilaboð maka vinar síns úr menntaskóla þess efnis að vinur hans væri fallin frá fyrr en tveimur mánuðum síðar. Þá kom í ljós við vinnslu þessarar fréttar að blaðamaður 365 missti fyrir nokkru af heimsókn erlends kunningja til Íslands vegna þess að skilaboðin rötuðu í huldumöppuna.Notendur Twitter segja margir svipaða sögu.Nice one Facebook, this hidden message thing has got my wife in tears.She was contacted by a cousin, who has died since sending the message— Matt Spicer (@Bristol_Pirate) April 6, 2016 Lost my passport last year and some 10/10 messaged me saying he had it and facebook hid the message from me— Brittany Knight (@bwitt_xox) April 5, 2016 thought i'd lost all contact forever w my japanese host family but just found a fb message from them that fb filtered out 2 YEARS ago !!!!— merman (@merrmerrm) April 7, 2016
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira