Vodafone í nýjar höfuðstöðvar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2016 21:11 Núverandi höfuðstöðvar Vodafone í Skútuvogi. vísir/daníel Vodafone hefur náð samningum við Eik fasteignafélag hf. um framtíðarhöfuðstöðvar Vodafone. Um er að ræða Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík, hið svokallaða Fálkahús. Allsherjar breytingar standa yfir sem stendur á húsnæðinu sem verður sérhannað fyrir starfsemi Vodafone. Í tilkynningu frá Vodafone kemur fram að eigusamningur um núverandi höfuðstöðvar fyrirtækisins að Skútuvogi 2 í Reykjavík er uppsegjanlegur með 12 mánaða fyrirvara. Vodafone er í samskiptum við eiganda húsnæðisins að Skútuvogi 2, Reginn hf., með það fyrir augum að ná samningum um leigulok og fullnaðaruppgjör milli félaganna. Vodafone gerir ráð fyrir að ekki komi til greiðslu kostnaðar af sinni hálfu til Regins hf. vegna leigulokanna, sökum þess að Vodafone telur sig eiga kröfur á hendur Reginn hf. vegna galla og skorts á viðhaldi á núverandi húsnæði að Skútuvogi 2. Í janúar greindi Vísir frá því að myglusveppur hafi gert starfsfólki í þjónustuveri Vodafone við Skútuvog lífið leitt síðari hluta árs 2015. Þurfti meðal annars að flytja heilt símaver í annað húsnæði skömmu fyrir jól og er þjónustuverið nú tímabundið rekið á tveimur stöðum. Einhverjir starfsmenn fundu fyrir einkennum vegna vandans. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði að grunur hafi kviknað um eitthvað óeðlilegt í húsnæðinu seinni hluta liðins árs og strax hafi verið ráðist í að rannsaka málið í samstarfi við sérfræðinga og leigusalann. Í kjölfarið hafi verið farið í viðgerðir. Gunnhildur segir um að ræða afmarkað svæði á jarðhæð hússins í Skútuvogi. Ekki kemur fram í tilkynningu Vodafone hvort að kröfur fyrirtækisins á hendur Reginn hf. séu tengdar því að myglusveppur hafi komið upp í húsnæðinu en tekið er fram að óvissa sé um hvernig viðræðum fyrirtækjanna um lok leigusamningsins mun lykta. Hugsanlegt sé að ágreiningurinn verði leystur fyrir dómstólum. Tengdar fréttir Starfsmenn Vodafone þurftu að flýja myglusvepp Þjónustuverið er nú rekið á tveimur stöðum í Reykjavík á meðan framkvæmdir standa yfir. 29. janúar 2016 09:51 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vodafone hefur náð samningum við Eik fasteignafélag hf. um framtíðarhöfuðstöðvar Vodafone. Um er að ræða Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík, hið svokallaða Fálkahús. Allsherjar breytingar standa yfir sem stendur á húsnæðinu sem verður sérhannað fyrir starfsemi Vodafone. Í tilkynningu frá Vodafone kemur fram að eigusamningur um núverandi höfuðstöðvar fyrirtækisins að Skútuvogi 2 í Reykjavík er uppsegjanlegur með 12 mánaða fyrirvara. Vodafone er í samskiptum við eiganda húsnæðisins að Skútuvogi 2, Reginn hf., með það fyrir augum að ná samningum um leigulok og fullnaðaruppgjör milli félaganna. Vodafone gerir ráð fyrir að ekki komi til greiðslu kostnaðar af sinni hálfu til Regins hf. vegna leigulokanna, sökum þess að Vodafone telur sig eiga kröfur á hendur Reginn hf. vegna galla og skorts á viðhaldi á núverandi húsnæði að Skútuvogi 2. Í janúar greindi Vísir frá því að myglusveppur hafi gert starfsfólki í þjónustuveri Vodafone við Skútuvog lífið leitt síðari hluta árs 2015. Þurfti meðal annars að flytja heilt símaver í annað húsnæði skömmu fyrir jól og er þjónustuverið nú tímabundið rekið á tveimur stöðum. Einhverjir starfsmenn fundu fyrir einkennum vegna vandans. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði að grunur hafi kviknað um eitthvað óeðlilegt í húsnæðinu seinni hluta liðins árs og strax hafi verið ráðist í að rannsaka málið í samstarfi við sérfræðinga og leigusalann. Í kjölfarið hafi verið farið í viðgerðir. Gunnhildur segir um að ræða afmarkað svæði á jarðhæð hússins í Skútuvogi. Ekki kemur fram í tilkynningu Vodafone hvort að kröfur fyrirtækisins á hendur Reginn hf. séu tengdar því að myglusveppur hafi komið upp í húsnæðinu en tekið er fram að óvissa sé um hvernig viðræðum fyrirtækjanna um lok leigusamningsins mun lykta. Hugsanlegt sé að ágreiningurinn verði leystur fyrir dómstólum.
Tengdar fréttir Starfsmenn Vodafone þurftu að flýja myglusvepp Þjónustuverið er nú rekið á tveimur stöðum í Reykjavík á meðan framkvæmdir standa yfir. 29. janúar 2016 09:51 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Starfsmenn Vodafone þurftu að flýja myglusvepp Þjónustuverið er nú rekið á tveimur stöðum í Reykjavík á meðan framkvæmdir standa yfir. 29. janúar 2016 09:51