Hress vill leigu til baka og telur trúnað brotinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. apríl 2016 06:00 Líkamsræktarstöðin Hress hefur verið með samning um aðstöðu við Ásvallalaug frá febrúar 2008 en segir forsendur brostnar og vill nú losna. vísir/pjetur Líkamsræktarstöðin Hress segir að vegna óðaverðbólgu í kjölfar hrunsins og vanefnda Hafnarfjarðarbæjar leggi fyrirtækið til riftun á samningi við bæinn vegna leigu á aðstöðu við Ásvallalaug. „Við erum leið yfir því að tillaga okkar að uppgjöri við bæinn sem send var í trúnaði á Sigríði Kristinsdóttur bæjarlögmann og Geir Bjarnason íþróttafulltrúa hafi verið send til bæjarráðs og birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðarbæjar,“ segir Linda Hilmarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hress, sem vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hress hefur starfað í Hafnarfirði frá árinu 1987. Rakið er í bréfi lögmanns Hress til Hafnarfjarðarbæjar að líkamsræktarstöðin samdi til tíu ára um leigu á aðstöðu við Ásvallalaug í febrúar 2008. Umsamin mánaðarleiga hafi verið 600 þúsund krónur. Upphæðin væri bundin við neysluverðsvísitölu sem síðar hafi valdi forsendubresti ásamt skorti á uppbyggingu íbúðahverfisins í kring.Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress.vísir/vilhelm„Rétt eftir að skrifað var undir samninginn skall á efnahagskreppa með tilheyrandi gengishruni og óðaverðbólgu og sem óþarfi er að fara mörgum orðum um,“ skrifar lögmaður Hress sem kveður fyrirtækið hafa greitt uppsetta leigu fram að nóvember í fyrra. Viðræður um breytingar hafi þá staðið frá í apríl 2015. Þær hafi bæði snúist um leiguupphæðina sem hafi verið komin í yfir 900 þúsund krónur á mánuði og um vanefndir bæjarins á að uppfylla samninginn. „Þrátt fyrir ítrekaðar og árlegar fyrirspurnir þess efnis hefur bærinn ekki orðið við beiðnum um lagfæringar á húsinu í samræmi við samning aðila,“ skrifar lögmaðurinn sem kveður meðal annars ekkert bóla á lofaðri útilaug með klefum þótt átta ár séu liðin af samningstímanum. Lögmaðurinn segir Hress vilja endurgreiðslu á leigu fyrir mánuðina maí til október í fyrra, samtals tæpar 5,5 milljónir króna. Þess utan að fyrirtækið sleppi undan þeirri leigu sem það hafi ekki greitt frá því í nóvember og verði laust undan samningnum. Bæjaryfirvöld hafa fyrir sitt leyti lagt til óformlegt samkomulag sem meðal annars fæli í sér 24 prósent afslátt af núverandi leiguverði, „10 prósent vegna forsendubrests og 14 prósent vegna slælegs aðbúnaðar/hönnunar“, segir í tillögu bæjarins sem borin var undir bæjarráð tvisvar en ekki náðist samstaða um. Þess má geta að Gymheilsa sem rekur líkamsræktarstöðvar við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og við tvær sundlaugar Kópavogsbæjar sagði í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar í janúar að fyrirtækinu hefði borist til eyrna að rekstur Hress í Ásvallalaug væri þungur og óvissa um framhaldið. Lýsti Gymheilsa sig reiðubúna að hefja heilsurækt í Ásvallalaug ef möguleiki opnaðist til þess. Bæjaráð Hafnarfjarðar tók kröfu Hress fyrir á miðvikudag og fól þá bæjarlögmanni að vinna að málinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að Hress hefði hafnað óformlegu samkomulagi bæjaryfirvalda, hið rétta er að ekki náðist samstaða um samkomulagið í bæjarráði. Þetta hefur nú verið leiðrétt.Sunnan við Ásvallalaug átti að byggja útisundlaug sem ekki bólar á.vísir/pjetur Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Líkamsræktarstöðin Hress segir að vegna óðaverðbólgu í kjölfar hrunsins og vanefnda Hafnarfjarðarbæjar leggi fyrirtækið til riftun á samningi við bæinn vegna leigu á aðstöðu við Ásvallalaug. „Við erum leið yfir því að tillaga okkar að uppgjöri við bæinn sem send var í trúnaði á Sigríði Kristinsdóttur bæjarlögmann og Geir Bjarnason íþróttafulltrúa hafi verið send til bæjarráðs og birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðarbæjar,“ segir Linda Hilmarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hress, sem vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hress hefur starfað í Hafnarfirði frá árinu 1987. Rakið er í bréfi lögmanns Hress til Hafnarfjarðarbæjar að líkamsræktarstöðin samdi til tíu ára um leigu á aðstöðu við Ásvallalaug í febrúar 2008. Umsamin mánaðarleiga hafi verið 600 þúsund krónur. Upphæðin væri bundin við neysluverðsvísitölu sem síðar hafi valdi forsendubresti ásamt skorti á uppbyggingu íbúðahverfisins í kring.Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress.vísir/vilhelm„Rétt eftir að skrifað var undir samninginn skall á efnahagskreppa með tilheyrandi gengishruni og óðaverðbólgu og sem óþarfi er að fara mörgum orðum um,“ skrifar lögmaður Hress sem kveður fyrirtækið hafa greitt uppsetta leigu fram að nóvember í fyrra. Viðræður um breytingar hafi þá staðið frá í apríl 2015. Þær hafi bæði snúist um leiguupphæðina sem hafi verið komin í yfir 900 þúsund krónur á mánuði og um vanefndir bæjarins á að uppfylla samninginn. „Þrátt fyrir ítrekaðar og árlegar fyrirspurnir þess efnis hefur bærinn ekki orðið við beiðnum um lagfæringar á húsinu í samræmi við samning aðila,“ skrifar lögmaðurinn sem kveður meðal annars ekkert bóla á lofaðri útilaug með klefum þótt átta ár séu liðin af samningstímanum. Lögmaðurinn segir Hress vilja endurgreiðslu á leigu fyrir mánuðina maí til október í fyrra, samtals tæpar 5,5 milljónir króna. Þess utan að fyrirtækið sleppi undan þeirri leigu sem það hafi ekki greitt frá því í nóvember og verði laust undan samningnum. Bæjaryfirvöld hafa fyrir sitt leyti lagt til óformlegt samkomulag sem meðal annars fæli í sér 24 prósent afslátt af núverandi leiguverði, „10 prósent vegna forsendubrests og 14 prósent vegna slælegs aðbúnaðar/hönnunar“, segir í tillögu bæjarins sem borin var undir bæjarráð tvisvar en ekki náðist samstaða um. Þess má geta að Gymheilsa sem rekur líkamsræktarstöðvar við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og við tvær sundlaugar Kópavogsbæjar sagði í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar í janúar að fyrirtækinu hefði borist til eyrna að rekstur Hress í Ásvallalaug væri þungur og óvissa um framhaldið. Lýsti Gymheilsa sig reiðubúna að hefja heilsurækt í Ásvallalaug ef möguleiki opnaðist til þess. Bæjaráð Hafnarfjarðar tók kröfu Hress fyrir á miðvikudag og fól þá bæjarlögmanni að vinna að málinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að Hress hefði hafnað óformlegu samkomulagi bæjaryfirvalda, hið rétta er að ekki náðist samstaða um samkomulagið í bæjarráði. Þetta hefur nú verið leiðrétt.Sunnan við Ásvallalaug átti að byggja útisundlaug sem ekki bólar á.vísir/pjetur
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent