Viðskipti erlent

Apríl­hrekk­ur Go­og­le veld­ur usla

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
„Það lítur út fyrir að við höfum hrekkt okkur sjálf.“ Þetta stóð í tilkynningu eftir að aprílhrekkur tæknirisans Google var fjarlægður nú í dag. Fyrirtækið hafði gert notendum Gmail kleift að birta hreyfimynd af svokölluðum Minion sleppa míkrófón með öllum póstum sínum.

Svo virðist sem að margir hafi óvart sent myndina með í tölvupóstum þar sem slíkt grín var alls ekki við hæfi.

Fjölmargir hafa kvartað yfir gríninu á vefsvæði Google. Í kjölfarið var grínið tekið út.

Meðal þess sem fólk hefur kvartað yfir er að hafa sent hreyfimyndina óvart á vinnuveitanda sína og þá hefur fólk í atvinnuleit einnig sagt að líkur þeirra séu litlar á því að fá starf eftir að slík mynd fór með umsóknum.

Notendur höfðu þó verið varaðir við takkanum, þegar hann kom fyrst upp.

Google birti myndband í tilefni af deginum þar sem ný og framúrskarandi tæknivara var kynnt. Um er að ræða svokölluð raunveruleikagleraugu. Kynningarmyndband um raunveruleikagleraugun má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×