Jákvætt að lífeyrissjóðir vilji í stjórn Ásgeir Erlendsson skrifar 2. apríl 2016 19:04 Forstjóri Kauphallarinnar telur átök um stjórnarkjör í HB Granda og VÍS jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði. Upp úr sauð á aðalfundi HB Granda í gær og fresta þurfti stjórnarkjöri þegar Lífeyrissjóður verzlunarmanna vildi koma sínu fólki að í stjórn. Hörð átök urðu á aðalfundi HB Granda í gærkvöldi þegar núverandi fulltrúar í stjórn fyrirtækisins drógu framboð sín til baka og því gat stjórnarkjör ekki farið fram. Ákveðið var að fresta aðalfundinum og boða til framhaldsaðalfundar eftir tvær vikur. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem er næst stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, krafðist svokallaðrar margfeldiskosningar með það að markmiði að koma fulltrúa sínum í stjórn en Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda hefur lýst yfir óánægju sinni með að lífeyrissjóðir eignist stjórnarmann í fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá málinu í dag. Stjórnin sagði í yfirlýsingu að hún drægi framboð sitt til baka til að gefa lífeyrissjóðnum tækifæri til að útskýra hvað sjóðurinn væri ósáttur við í rekstri fyrirtækisins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem aðalfundi er frestað hjá fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni eftir að stjórnarmenn í Vís drógu framboð sitt til baka með svipuðum hætti í síðasta mánuði. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir átökin jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta hagsmuna sinna og almennings „Lífeyrissjóðirnir eru að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði með virkari hætti en áður. Það er að mínu viti jákvætt merki. Þeir auðvitað fara með fé almennings og bera ríka skyldu að vera virkir í gæslu þess fjár sem þeir fara með.“Hvernig mun Kauphöllin skoða mál sem þessi þegar stjórnarmenn draga sig út úr stjórnarkjöri og bjóða sig svo aftur fram?„Fyrst og fremst munum við fara yfir þetta með tilliti til okkar reglna auðvitað. Þá knýja á um að þær upplýsingar sem við teljum að þurfa að vera fyrir hendi séu þá lagðar fram. Svo munum við beina því til þessara félaga að allar upplýsingar séu uppi á borðum og vísa þá til góðra stjórnarhátta.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar telur átök um stjórnarkjör í HB Granda og VÍS jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði. Upp úr sauð á aðalfundi HB Granda í gær og fresta þurfti stjórnarkjöri þegar Lífeyrissjóður verzlunarmanna vildi koma sínu fólki að í stjórn. Hörð átök urðu á aðalfundi HB Granda í gærkvöldi þegar núverandi fulltrúar í stjórn fyrirtækisins drógu framboð sín til baka og því gat stjórnarkjör ekki farið fram. Ákveðið var að fresta aðalfundinum og boða til framhaldsaðalfundar eftir tvær vikur. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem er næst stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, krafðist svokallaðrar margfeldiskosningar með það að markmiði að koma fulltrúa sínum í stjórn en Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda hefur lýst yfir óánægju sinni með að lífeyrissjóðir eignist stjórnarmann í fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá málinu í dag. Stjórnin sagði í yfirlýsingu að hún drægi framboð sitt til baka til að gefa lífeyrissjóðnum tækifæri til að útskýra hvað sjóðurinn væri ósáttur við í rekstri fyrirtækisins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem aðalfundi er frestað hjá fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni eftir að stjórnarmenn í Vís drógu framboð sitt til baka með svipuðum hætti í síðasta mánuði. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir átökin jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta hagsmuna sinna og almennings „Lífeyrissjóðirnir eru að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði með virkari hætti en áður. Það er að mínu viti jákvætt merki. Þeir auðvitað fara með fé almennings og bera ríka skyldu að vera virkir í gæslu þess fjár sem þeir fara með.“Hvernig mun Kauphöllin skoða mál sem þessi þegar stjórnarmenn draga sig út úr stjórnarkjöri og bjóða sig svo aftur fram?„Fyrst og fremst munum við fara yfir þetta með tilliti til okkar reglna auðvitað. Þá knýja á um að þær upplýsingar sem við teljum að þurfa að vera fyrir hendi séu þá lagðar fram. Svo munum við beina því til þessara félaga að allar upplýsingar séu uppi á borðum og vísa þá til góðra stjórnarhátta.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira