Jákvætt að lífeyrissjóðir vilji í stjórn Ásgeir Erlendsson skrifar 2. apríl 2016 19:04 Forstjóri Kauphallarinnar telur átök um stjórnarkjör í HB Granda og VÍS jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði. Upp úr sauð á aðalfundi HB Granda í gær og fresta þurfti stjórnarkjöri þegar Lífeyrissjóður verzlunarmanna vildi koma sínu fólki að í stjórn. Hörð átök urðu á aðalfundi HB Granda í gærkvöldi þegar núverandi fulltrúar í stjórn fyrirtækisins drógu framboð sín til baka og því gat stjórnarkjör ekki farið fram. Ákveðið var að fresta aðalfundinum og boða til framhaldsaðalfundar eftir tvær vikur. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem er næst stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, krafðist svokallaðrar margfeldiskosningar með það að markmiði að koma fulltrúa sínum í stjórn en Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda hefur lýst yfir óánægju sinni með að lífeyrissjóðir eignist stjórnarmann í fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá málinu í dag. Stjórnin sagði í yfirlýsingu að hún drægi framboð sitt til baka til að gefa lífeyrissjóðnum tækifæri til að útskýra hvað sjóðurinn væri ósáttur við í rekstri fyrirtækisins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem aðalfundi er frestað hjá fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni eftir að stjórnarmenn í Vís drógu framboð sitt til baka með svipuðum hætti í síðasta mánuði. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir átökin jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta hagsmuna sinna og almennings „Lífeyrissjóðirnir eru að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði með virkari hætti en áður. Það er að mínu viti jákvætt merki. Þeir auðvitað fara með fé almennings og bera ríka skyldu að vera virkir í gæslu þess fjár sem þeir fara með.“Hvernig mun Kauphöllin skoða mál sem þessi þegar stjórnarmenn draga sig út úr stjórnarkjöri og bjóða sig svo aftur fram?„Fyrst og fremst munum við fara yfir þetta með tilliti til okkar reglna auðvitað. Þá knýja á um að þær upplýsingar sem við teljum að þurfa að vera fyrir hendi séu þá lagðar fram. Svo munum við beina því til þessara félaga að allar upplýsingar séu uppi á borðum og vísa þá til góðra stjórnarhátta.“ Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar telur átök um stjórnarkjör í HB Granda og VÍS jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði. Upp úr sauð á aðalfundi HB Granda í gær og fresta þurfti stjórnarkjöri þegar Lífeyrissjóður verzlunarmanna vildi koma sínu fólki að í stjórn. Hörð átök urðu á aðalfundi HB Granda í gærkvöldi þegar núverandi fulltrúar í stjórn fyrirtækisins drógu framboð sín til baka og því gat stjórnarkjör ekki farið fram. Ákveðið var að fresta aðalfundinum og boða til framhaldsaðalfundar eftir tvær vikur. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem er næst stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, krafðist svokallaðrar margfeldiskosningar með það að markmiði að koma fulltrúa sínum í stjórn en Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda hefur lýst yfir óánægju sinni með að lífeyrissjóðir eignist stjórnarmann í fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá málinu í dag. Stjórnin sagði í yfirlýsingu að hún drægi framboð sitt til baka til að gefa lífeyrissjóðnum tækifæri til að útskýra hvað sjóðurinn væri ósáttur við í rekstri fyrirtækisins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem aðalfundi er frestað hjá fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni eftir að stjórnarmenn í Vís drógu framboð sitt til baka með svipuðum hætti í síðasta mánuði. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir átökin jákvæð merki um að lífeyrissjóðirnir séu að gæta hagsmuna sinna og almennings „Lífeyrissjóðirnir eru að gæta sinna hagsmuna á hlutabréfamarkaði með virkari hætti en áður. Það er að mínu viti jákvætt merki. Þeir auðvitað fara með fé almennings og bera ríka skyldu að vera virkir í gæslu þess fjár sem þeir fara með.“Hvernig mun Kauphöllin skoða mál sem þessi þegar stjórnarmenn draga sig út úr stjórnarkjöri og bjóða sig svo aftur fram?„Fyrst og fremst munum við fara yfir þetta með tilliti til okkar reglna auðvitað. Þá knýja á um að þær upplýsingar sem við teljum að þurfa að vera fyrir hendi séu þá lagðar fram. Svo munum við beina því til þessara félaga að allar upplýsingar séu uppi á borðum og vísa þá til góðra stjórnarhátta.“
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira