Höfum við efni á Sigmundi Davíð? skjóðan skrifar 6. apríl 2016 11:00 Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira