Áttræður Gary Player og átta aðrir fóru holu í höggi í gær | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2016 15:15 Gary Player var léttur í gær eins og alltaf. vísir/getty Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér. Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér.
Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45