Aðstoða við flóknar dvalarleyfisumsóknir Ingvar Haraldsson skrifar 30. mars 2016 11:00 Georgia Olga Kristiansen og Erna Kristín Blöndal skipa starfslið WorkIs. Georgia starfaði í tæpan áratug hjá Útlendingastofnun sem sérfræðingur á sviði dvalar- og atvinnuleyfa en Erna er lögfræðingur að mennt. fréttablaðið/pjetur „Þetta getur verið flókið kerfi,“ segir Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða fyrirtækis WorkIs. Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki við að fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi fyrir starfsfólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. „Við erum að reyna að gera það einfaldara fyrir íslensk fyrirtæki að fá erlent starfsfólk til landsins,“ segir Erna. „Fyrir þá sem þekkja ekki til, vita ekki hvaða gögnum þarfa að skila inn, þá getur þetta verið flókið og tekið langan tíma þó að stjórnvöld geri sitt besta.“ Fyrirtækið hóf starfsemi í byrjun árs og segir Erna það hafa komið á óvart hve mikil þörfin sé, sérstaklega fyrir dvalarleyfi fyrir sérfræðinga. „Mjög flottir sérfræðingar eru kannski vanir öðru viðmóti gagnvart sér, að þeir fái hundrað prósent þjónustu og þurfi ekkert að koma að þessu.“ Erna segir mikilvægt fyrir íslenskan vinnumarkað að umhverfið sé aðlaðandi. Ísland sé eina norræna ríkið sem ekki hafi innleitt löggjöf sem ætlað sé að bæta umgjörð fyrir erlent starfsfólk. „Núgildandi löggjöf og stofnanaumhverfi er of flókið og óskilvirkt. Á sama tíma er skattaumhverfi óhagstæðara hér á landi en víða annars staðar og gjaldeyrishöft gera útlendingum sem hyggjast flytja hingað til lands erfitt fyrir,“ segir Erna. Einn liður í að einfalda kerfið geti verið þjónusta á borð við þá sem WorkIs bjóði upp á. Þá sé mikilvægt að umsókn sé fullnægjandi í fyrstu atrennu. „Annars getur allt farið á byrjunarreit aftur og bæst við margar vikur ef ekki mánuðir við umsóknarferlið.“ Hún bendir á að til að mynda þurfi að skila sakavottorði frá öllum löndum sem starfsfólk hafi starfað í, sem í sumum tilfellum geti verið nokkuð mörg. „Þó öll gögn liggi fyrir getur það samt tekið tólf vikur að bíða eftir sakavottorði.“ Erna bendir á að um þrenns konar dvalarleyfi sé að ræða: Fyrir sérfræðinga, fyrir íþróttafólk og dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Í síðastnefnda tilfellinu þurfi að sýna fram á að skortur sé á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði og á Evrópska efnahagssvæðinu áður en dvalarleyfi sé veitt. „Íslensk fyrirtæki eru farin að finna meira og meira fyrir skorti á starfsfólki,“ segir Erna. Atvinnuleysi var 2,9 prósent í febrúar samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun og hefur ekki verið minna á þessum árstíma frá því fyrir hrun. „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að fá starfsmenn hratt og örugglega, tíminn getur skipt mjög miklu máli.“ Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Þetta getur verið flókið kerfi,“ segir Erna Kristín Blöndal, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða fyrirtækis WorkIs. Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki við að fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi fyrir starfsfólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. „Við erum að reyna að gera það einfaldara fyrir íslensk fyrirtæki að fá erlent starfsfólk til landsins,“ segir Erna. „Fyrir þá sem þekkja ekki til, vita ekki hvaða gögnum þarfa að skila inn, þá getur þetta verið flókið og tekið langan tíma þó að stjórnvöld geri sitt besta.“ Fyrirtækið hóf starfsemi í byrjun árs og segir Erna það hafa komið á óvart hve mikil þörfin sé, sérstaklega fyrir dvalarleyfi fyrir sérfræðinga. „Mjög flottir sérfræðingar eru kannski vanir öðru viðmóti gagnvart sér, að þeir fái hundrað prósent þjónustu og þurfi ekkert að koma að þessu.“ Erna segir mikilvægt fyrir íslenskan vinnumarkað að umhverfið sé aðlaðandi. Ísland sé eina norræna ríkið sem ekki hafi innleitt löggjöf sem ætlað sé að bæta umgjörð fyrir erlent starfsfólk. „Núgildandi löggjöf og stofnanaumhverfi er of flókið og óskilvirkt. Á sama tíma er skattaumhverfi óhagstæðara hér á landi en víða annars staðar og gjaldeyrishöft gera útlendingum sem hyggjast flytja hingað til lands erfitt fyrir,“ segir Erna. Einn liður í að einfalda kerfið geti verið þjónusta á borð við þá sem WorkIs bjóði upp á. Þá sé mikilvægt að umsókn sé fullnægjandi í fyrstu atrennu. „Annars getur allt farið á byrjunarreit aftur og bæst við margar vikur ef ekki mánuðir við umsóknarferlið.“ Hún bendir á að til að mynda þurfi að skila sakavottorði frá öllum löndum sem starfsfólk hafi starfað í, sem í sumum tilfellum geti verið nokkuð mörg. „Þó öll gögn liggi fyrir getur það samt tekið tólf vikur að bíða eftir sakavottorði.“ Erna bendir á að um þrenns konar dvalarleyfi sé að ræða: Fyrir sérfræðinga, fyrir íþróttafólk og dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli. Í síðastnefnda tilfellinu þurfi að sýna fram á að skortur sé á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði og á Evrópska efnahagssvæðinu áður en dvalarleyfi sé veitt. „Íslensk fyrirtæki eru farin að finna meira og meira fyrir skorti á starfsfólki,“ segir Erna. Atvinnuleysi var 2,9 prósent í febrúar samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun og hefur ekki verið minna á þessum árstíma frá því fyrir hrun. „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að fá starfsmenn hratt og örugglega, tíminn getur skipt mjög miklu máli.“
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent