Gamla Ísland er nýja Ísland Skjóðan skrifar 30. mars 2016 10:00 Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland. Skjóðan Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland.
Skjóðan Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira