Hannaði vatnsflösku úr vatni sem brotnar niður í náttúrunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 12:00 Vatnsflaskan brotnar niður á um sex dögum. Mynd/Ari Jónsson „Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson Mest lesið Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson
Mest lesið Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira