Vranjes svarar Guðmundi fullum hálsi: „Snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 10:00 Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Lítil ást ríkir á milli danska handknattleikssambandsins og þýska stórliðsins Flensburg eftir að síðarnefnda liðið neitaði að sleppa frá sér fimm dönskum leikmönnum í landsliðsverkefni á þeim degi sem Guðmundur Guðmundsson vildi fá þá. Danir eru að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikana þar sem þeir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Bareil en riðillinn verður leikinn í Herning í Danmörku 8.-10. apríl næstkomandi. Tvö lið fara upp úr riðlinum og til Ríó. Formleg landsleikjavikja hefst 4. apríl en Guðmundur ætlaði að ná tveimur óopinberum æfingaleikjum áður en liðið mætir Þýskalandi á föstudaginn. Hann vildi fá allan hópinn saman 29. mars en í staðinn þurfti hann að aflýsa tveimur æfingaleikjum. Fimm leikmenn í danska landsliðshópnum leika með Flensburg sem neitar að sleppa þeim lausum fyrir 31. mars. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Anders Eggert, Henrik Toft Hansen, Kevin Möller, Rasmus Lauge Schmidt og Lasse Svan Hansen. „Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 um málið. „Við heyrðum ekkert frá Flensburg fyrr en í fyrradag [Skírdag]. Mér finnst þetta mjög undarlegt.“Kevin Möller, Rasmus Lauge, Anders Eggert, Henrik Toft Hansen og Lasse Svan Hansen.vísir/gettyLjubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, gefur lítið fyrir ásakanir danska liðsins en Guðmundur gekk svo langt með að segja: „Flensburg á sér langa sögu af því að vilja ekki að leikmenn liðsins spili með landsliðum sínum. Leikmenn á borð við Holger Glandorf, Michael Knudsen og Thomas Mogensen hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna.“Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Vranjes viðurkennir fúslega að Flensburg hafi fengið dagskrána frá danska landsliðinu í júlí á síðasta ári en segir að á þeim tíma hafi hann ekkert vitað hvernig dagskrá síns eigins liðs væri. „Ég vil bara það besta fyrir danska landsliðið en það verður að upplýsa okkur betur. Ég er þjálfari Flensburg og hugsa bara um það sem er best fyrir mitt lið. Þess vegna vil ég núna að mínir menn fái frí. Danirnir eiga að fagna því þannig leikmennirnir verði í betra formi. Ég er ekki á móti þessari aukaæfingu danska liðsins. Ég skil hana mjög vel en þetta snýst ekki bara um að taka heldur líka að gefa,“ segir Ljubomir Vranjes í viðtali við þýska miðla. „Þessi vika sem um ræðir er ekki Alþjóðleg landsliðsvika. Hún hefst ekki fyrr en fjórða apríl en Danir vildu fá leikmennina 29. mars. Landsliðin hafa leyfi til að fá leikmennina í 60 daga á ári. Með öllum stórmótunum er dagskráin alveg nógu erfið þannig ég er bara að passa að mínir menn lendi ekki í meiðslum. Ég reyndi að finna lausn með danska sambandinu en það tók ekki vel í mínar hugmyndir. Samskiptin hafa ekki verið nógu góð,“ segir Ljubomir Vranjes.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42 Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Guðmundur aflýsir tveimur æfingum | Flensburg með vesen Flensburg hefur sett stórt strik í undirbúning danska handboltalandsliðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana. 26. mars 2016 15:42
Guðmundur ekki sáttur: Flensburg vill ekki að leikmenn þess spili með landsliðum Guðmundur Guðmundsson þarf að aflýsa tveimur æfingum vegna þess að Flensburg neitar að sleppa fimm dönskum landsliðsmönnum. 27. mars 2016 15:15