Síðasta skrefið Stjórnarmaðurinn skrifar 23. mars 2016 12:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir á dögunum að til standi að afnema gjaldeyrishöftin á þessu ári. Það eru svo sem ekki ný tíðindi að afnám sé á dagskránni, en stóra nýmælið felst í því að nefnd hafi verið sérstök tímasetning. Ríkisstjórnin getur nú vart annað en látið til skarar skríða, fyrr en síðar. Vitaskuld er margs konar óhagræði falið í gjaldeyrishöftunum. Fyrir það fyrsta eru miklar takmarkanir á erlendum lánveitingum og fjárfestingum íslenskra félaga erlendis. Sýnu alvarlegri er þó sá raunveruleiki að gjaldeyrishöftin fæla frá erlenda fjárfestingu. Sú staðreynd ein og sér að á Íslandi séu gjaldeyrishöft nægir til að alþjóðlegir fjárfestar leiti annað. Það er nefnilega í senn framandi og flókið að glíma við gjaldeyrishöftin. Auðveldara er þá að fjárfesta í umhverfi sem þú þekkir. Gjaldeyrishöftin leggja líka stein í götu lífeyrissjóðanna, sem í núverandi umhverfi eiga þann kost einan að fjárfesta í innlendum eignum. Það veldur því að skortur er á fjárfestingakostum fyrir sjóðina. Í því samhengi nægir að skoða hluthafalista skráðra félaga á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir eru þar nánast einráðir. Þeir láta þó ekki þar við sitja heldur eru líka fyrirferðarmiklir í óskráðum félögum, og nánast hverju öðru sem hægt er að festa í fé. Þessi staða er auðvitað ekki heilbrigð og ýtir undir bólumyndun í hagkerfinu. Fjármálaráðherra boðar að í stað gjaldeyrishaftanna komi svokallaðar varúðarreglur, sem væntanlega eiga að tryggja jafnvægi í hagkerfinu. Spennandi verður að sjá útfærsluna á þeim. Verður um raunverulegt afnám haftanna að ræða, eða er einungis verið að finna höftunum nýtt og þægilegra nafn? Hvað sem því líður er ljóst að afnám hafta er gríðarstórt hagsmunamál fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, og í raun lokahnykkurinn í því að skipa Íslandi á ný á bekk siðaðra þjóða í efnahagsmálum. Vonandi tekst vel til og Ísland getur tekið síðasta skrefið úr myrkrinu og inn í ljósið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn er ekki blaðamaður Fréttablaðsins en skrifar í Markaðinn á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir á dögunum að til standi að afnema gjaldeyrishöftin á þessu ári. Það eru svo sem ekki ný tíðindi að afnám sé á dagskránni, en stóra nýmælið felst í því að nefnd hafi verið sérstök tímasetning. Ríkisstjórnin getur nú vart annað en látið til skarar skríða, fyrr en síðar. Vitaskuld er margs konar óhagræði falið í gjaldeyrishöftunum. Fyrir það fyrsta eru miklar takmarkanir á erlendum lánveitingum og fjárfestingum íslenskra félaga erlendis. Sýnu alvarlegri er þó sá raunveruleiki að gjaldeyrishöftin fæla frá erlenda fjárfestingu. Sú staðreynd ein og sér að á Íslandi séu gjaldeyrishöft nægir til að alþjóðlegir fjárfestar leiti annað. Það er nefnilega í senn framandi og flókið að glíma við gjaldeyrishöftin. Auðveldara er þá að fjárfesta í umhverfi sem þú þekkir. Gjaldeyrishöftin leggja líka stein í götu lífeyrissjóðanna, sem í núverandi umhverfi eiga þann kost einan að fjárfesta í innlendum eignum. Það veldur því að skortur er á fjárfestingakostum fyrir sjóðina. Í því samhengi nægir að skoða hluthafalista skráðra félaga á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir eru þar nánast einráðir. Þeir láta þó ekki þar við sitja heldur eru líka fyrirferðarmiklir í óskráðum félögum, og nánast hverju öðru sem hægt er að festa í fé. Þessi staða er auðvitað ekki heilbrigð og ýtir undir bólumyndun í hagkerfinu. Fjármálaráðherra boðar að í stað gjaldeyrishaftanna komi svokallaðar varúðarreglur, sem væntanlega eiga að tryggja jafnvægi í hagkerfinu. Spennandi verður að sjá útfærsluna á þeim. Verður um raunverulegt afnám haftanna að ræða, eða er einungis verið að finna höftunum nýtt og þægilegra nafn? Hvað sem því líður er ljóst að afnám hafta er gríðarstórt hagsmunamál fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, og í raun lokahnykkurinn í því að skipa Íslandi á ný á bekk siðaðra þjóða í efnahagsmálum. Vonandi tekst vel til og Ísland getur tekið síðasta skrefið úr myrkrinu og inn í ljósið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn er ekki blaðamaður Fréttablaðsins en skrifar í Markaðinn á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira