Körfubolti

Stólarnir kærðu | Fer Hill í bann?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls kom saman í dag og ákvað að kæra atvik úr leik liðsins gegn Keflavík til aganefndar KKÍ.

Þetta staðfesti Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, í samtali við Vísi í dag.

Í umræddu atviki virtist Jerome Hill, leikmaður Keflavíkur, slá til Helga Freys Margeirssonar. Hill lék einmitt með Tindastóli fyrir áramót og hefur verið í brennidepli í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Sjá einnig: Sló Jerome Hill Helga Margeirs?

Dómarar tóku ekki atvikinu og því getur aganefnd KKÍ tekið það fyrir og dæmt í málinu eftir sjónvarpsupptökum, sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dómaranefnd KKÍ mun taka kæruna fyrir á morgun, föstudag, samkvæmt heimildum Vísis.

Tindastóll komst í 2-0 forystu í einvíginu en Keflavík náði að svara í leik liðanna í gær. Næsti leikur fer fram í Síkinu á mánudagskvöld en svo gæti farið að Hill verði úrskurðaður í bann og missi af leiknum.


Tengdar fréttir

Sló Jerome Hill Helga Margeirs?

Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Tindastól, 95-71, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla og náðu því að minnka muninn í 2-1 í einvígi liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×