Viðskipti innlent

Hagnaður Brandenburg tvöfaldast á milli ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bragi Valdimar Skúlason.
Bragi Valdimar Skúlason.
Hagnaður auglýsingastofunnar Brandenburg nam 32 milljónum á síðasta ári og færist hagnaðurinn í óráðstafað eigið fé. Þetta kemur fram í samandregnum ársreikningi fyrirtækisins sem nýlega var sendur ársreikningaskrá.

Hagnaðurinn árið á undan nam 14,8 milljónum króna og er því afkoman umtalsvert betri nú en áður. Eigendur, sem eru fjórir, greiddu sér 16 milljónir í arð í fyrra.

Eignir Brandenburg nema tæplega 90 milljónum króna og aukast um tæpar 22 milljónir króna á milli ára. Stærsta eignin er handbært fé sem nemur 62 milljónum. En fastafjármunir nema einungis 1,5 milljónum króna.

Eigendur Brandenburg eru Hrafn Gunnarsson, Jón Ari Helgason, Bragi Valdimar Skulason og Ragnar V. Gunnarsson. Eiga þeir allir jafnstóran hlut hver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×