Viðskipti innlent

Spá auknum hagvexti á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu líkt og á seinasta ári.
Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu líkt og á seinasta ári. vísi/vilhelm
Í morgun kynnti Greiningardeild hapspá sína fram tíl ársins 2018. Deildin spáir 4,3 prósent hagvexti í ár, 4,5 prósent hagvexti á næsti ári og loks 3,5 prósent vexti árið 2018. 

Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði meiri í ár en í fyrra, þegar hann nam 4 prósentum. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu líkt og á seinasta ári.

Einnig er bent á að væntingavísitala Gallup muni nálgast fyrrum hágildi. Kaupmáttur ráðstöfunartekna mun einnig ná fyrra hágildi undir lok spátímans samkvæmt spá Seðlabankans.

Verðbólgan mun líklega taka við sér seint á árinu.

Hér má kynna sér betur efnahagshorfur 2016-2018.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×