Segir arðgreiðslur hluta af heilbrigðu atvinnulífi Sæunn Gísladóttir skrifar 15. mars 2016 14:24 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir arðgreiðslur hluta af heilbrigðu atvinnulífi, en umræðu um atvinnulífið mun neikvæðari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Vel rökstudd gagnrýni eigi alltaf rétt á sér en almennt sé of mikil neikvæðni í garð fyrirtækja og of lítill skilningur á mikilvægi þeirra. Þetta kom fram í máli hans í Bítinu á Bylgjunni í upphafi vikunnar þar sem arðgreiðslur og traust til stjórnenda fyrirtækja voru til umræðu. „Ég held að við búum við það enn eftir hrunið að umræða um atvinnulífið er yfirgengilega neikvæð og stjórnmálin hafa t.d. verið afar neikvæð í garð atvinnulífsins. Það hefur allt og lítið verið rætt um það að heilbrigt og öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar okkar,“ sagði Þorsteinn og benti á að fyrirtæki bjóði fólki störf, skapi verðmæti og afli ríkissjóði tekna. „Þannig byggjum við upp öflugt og gott samfélag.“ Varðandi gagnrýni á launaþróun stjórnenda í opinberri umræðu benti Þorsteinn á að frá 2005 og til dagsins í dag þá hafi þeir hækkað hlutfallslega mun minna en aðrir og munur á hæstu og lægstu launum sé minni hér en á Norðurlöndunum. Laun á vinnumarkaði hafi hækkað umtalsvert að undanförnu og kaupmáttur sömuleiðis. Góðir tímar séu framundan en raunveruleg hætta sé á ofhitnun í hagkerfinu.Mörg hættumerki í atvinnulífinu„Það eru mörg hættumerki. Við sjáum að innlend verðbólga er meiri en heildarverðbólgan sem við erum að mæla þar sem lækkandi olíuverð og styrking krónunnar heldur henni niðri. Innlendir þjónustuliðir hækkuðu um 4-5% á síðasta ári þannig að það kraumar hér verðbólga undir niðri. Við þurfum að gæta okkar,“ sagði framkvæmdastjóri SA en það eru líka jákvæð teikn á lofti. „Þegar við skoðum heildarmyndina er hagkerfið okkar mun heilbrigðara en fyrir áratug síðan.“ Hagvöxtur byggist á auknum útflutningstekjum og það er mikill uppgangur í ferðaþjónustu og í útflutningi í iðnaði. Rekstur fyrirtækjanna er einnig heilbrigðari en fyrir áratug síðan og agaðri. „Það er miklu meiri innistæða fyrir því sem er verið að gera.“Gagnrýnir tryggingarfélöginÍ viðtalinu gagnrýnir Þorsteinn tryggingarfélögin fyrir að hafa ekki upplýst um forsendur arðgreiðslna sem þau ákváðu nýverið en lækkuðu eftir harða gagnrýni almennings og fjölmiðla. Í raun hafi breytingar á evrópskum reglum falið í sér takörkun á getu fyrirtækjanna til að greiða arð vegna aukinna krafna um hækkun á eigin fé en ekki öfugt. Hér fyrir neðan hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir arðgreiðslur hluta af heilbrigðu atvinnulífi, en umræðu um atvinnulífið mun neikvæðari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Vel rökstudd gagnrýni eigi alltaf rétt á sér en almennt sé of mikil neikvæðni í garð fyrirtækja og of lítill skilningur á mikilvægi þeirra. Þetta kom fram í máli hans í Bítinu á Bylgjunni í upphafi vikunnar þar sem arðgreiðslur og traust til stjórnenda fyrirtækja voru til umræðu. „Ég held að við búum við það enn eftir hrunið að umræða um atvinnulífið er yfirgengilega neikvæð og stjórnmálin hafa t.d. verið afar neikvæð í garð atvinnulífsins. Það hefur allt og lítið verið rætt um það að heilbrigt og öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar okkar,“ sagði Þorsteinn og benti á að fyrirtæki bjóði fólki störf, skapi verðmæti og afli ríkissjóði tekna. „Þannig byggjum við upp öflugt og gott samfélag.“ Varðandi gagnrýni á launaþróun stjórnenda í opinberri umræðu benti Þorsteinn á að frá 2005 og til dagsins í dag þá hafi þeir hækkað hlutfallslega mun minna en aðrir og munur á hæstu og lægstu launum sé minni hér en á Norðurlöndunum. Laun á vinnumarkaði hafi hækkað umtalsvert að undanförnu og kaupmáttur sömuleiðis. Góðir tímar séu framundan en raunveruleg hætta sé á ofhitnun í hagkerfinu.Mörg hættumerki í atvinnulífinu„Það eru mörg hættumerki. Við sjáum að innlend verðbólga er meiri en heildarverðbólgan sem við erum að mæla þar sem lækkandi olíuverð og styrking krónunnar heldur henni niðri. Innlendir þjónustuliðir hækkuðu um 4-5% á síðasta ári þannig að það kraumar hér verðbólga undir niðri. Við þurfum að gæta okkar,“ sagði framkvæmdastjóri SA en það eru líka jákvæð teikn á lofti. „Þegar við skoðum heildarmyndina er hagkerfið okkar mun heilbrigðara en fyrir áratug síðan.“ Hagvöxtur byggist á auknum útflutningstekjum og það er mikill uppgangur í ferðaþjónustu og í útflutningi í iðnaði. Rekstur fyrirtækjanna er einnig heilbrigðari en fyrir áratug síðan og agaðri. „Það er miklu meiri innistæða fyrir því sem er verið að gera.“Gagnrýnir tryggingarfélöginÍ viðtalinu gagnrýnir Þorsteinn tryggingarfélögin fyrir að hafa ekki upplýst um forsendur arðgreiðslna sem þau ákváðu nýverið en lækkuðu eftir harða gagnrýni almennings og fjölmiðla. Í raun hafi breytingar á evrópskum reglum falið í sér takörkun á getu fyrirtækjanna til að greiða arð vegna aukinna krafna um hækkun á eigin fé en ekki öfugt. Hér fyrir neðan hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira