Foreldrar tala frekar við börn um kynlíf en fjármál Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2016 10:00 Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Vísir/Vilhelm Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir viðburðum til að kynna alþjóðlega fjármálalæsisviku 2016. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í henni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, heldur utan um verkefnið hér á Íslandi. „Við náum til barnanna í gegnum skólana og svo erum við í samstarfi við BarnaRÚV um Tíkallinn sem eru tíu innslög um fjármál fyrir krakka. Þar er ýmislegt í hagkerfinu útskýrt fyrir krökkum, til dæmis hvernig bankar virka, hvað Seðlabankinn gerir og hvað verðbólga er. Svo eru samtök fjármálafyrirtækja með heimsóknir í skóla þar sem er verið að leggja áherslu á eflingu fjármálalæsis,“ segir Breki. Stofnun um fjármálalæsi var stofnuð 2005 og er því rúmlega tíu ára. „Til að byrja með var orðið fjármálalæsi ekki til í íslenskri tungu. Ég gerði rannsókn á fjármálalæsi framhaldsskólanema og líklega var það notað í fyrsta skipti þá. Ég þurfti alltaf að útskýra hvað það þýddi og meira að segja útskýra af hverju það þurfti að efla fjármálalæsi.“ Breki minnir á að Íslendingar töldu sig á árinu 2005 ekki þurfa að læra neitt um fjármál. „Við vorum á leiðinni að verða fjármálamiðstöð alheimsins. Síðan breyttist það. Snemma árs 2008 var ég beðinn um að gera rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga fyrir menntamálaráðuneytið,“ segir Breki. Síðan þá hefur hann gert rannsóknir á þriggja ára fresti. Breki hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að það eru tengsl milli viðhorfa og hegðunar, fremur en milli þekkingar og hegðunar. „Leiðin til að bæta hegðun fólks í fjármálum er að bæta viðhorfið,“ segir Breki. Hann vill breyta viðhorfum fólks varðandi fjármálalæsi með herferð og minnist smokkaherferðar sem farið var í á níunda áratugnum. „Allt í einu var það gert töff að nota getnaðarvarnir. Hið sama var gert með reykingar. Það náðist mikill árangur í forvarnarstarfi þegar menn fóru að beina sjónum að viðhorfum um að það væri ekki töff að reykja,“ segir Breki og vill svipað átak tengt fjármálalæsi. „Vel á minnst, smokkanotkun. Þá sýna mínar rannsóknir fram á að 2/3 foreldra tala við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur talar við þau um fjármál,“ segir Breki og telur að þarna þurfi að bæta úr. Breki er viðskiptafræðingur að mennt, lærði fyrst í Háskólanum í Reykjavík en tók síðar framhaldsnám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann lætur vel af dvölinni í Kaupmannahöfn. „Þetta er frábær staður og ég fór út með fjölskylduna. Við vorum með tvö börn á þeim tíma. Það var skemmtilegur tími og okkur leið svo vel að við ákváðum að skella í þriðja barnið. Það er frábært að vera í Kaupmannahöfn með fjölskyldu,“ segir Breki. Frítímann nýtir Breki við lestur og er virkur félagi í lestrarklúbbnum Krumma. „Ég stunda líka snjóbretti af mikilli hörku,“ segir Breki en bætir því við að hann sé nýbúinn að detta illilega og enn að ná sér eftir það. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir viðburðum til að kynna alþjóðlega fjármálalæsisviku 2016. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í henni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, heldur utan um verkefnið hér á Íslandi. „Við náum til barnanna í gegnum skólana og svo erum við í samstarfi við BarnaRÚV um Tíkallinn sem eru tíu innslög um fjármál fyrir krakka. Þar er ýmislegt í hagkerfinu útskýrt fyrir krökkum, til dæmis hvernig bankar virka, hvað Seðlabankinn gerir og hvað verðbólga er. Svo eru samtök fjármálafyrirtækja með heimsóknir í skóla þar sem er verið að leggja áherslu á eflingu fjármálalæsis,“ segir Breki. Stofnun um fjármálalæsi var stofnuð 2005 og er því rúmlega tíu ára. „Til að byrja með var orðið fjármálalæsi ekki til í íslenskri tungu. Ég gerði rannsókn á fjármálalæsi framhaldsskólanema og líklega var það notað í fyrsta skipti þá. Ég þurfti alltaf að útskýra hvað það þýddi og meira að segja útskýra af hverju það þurfti að efla fjármálalæsi.“ Breki minnir á að Íslendingar töldu sig á árinu 2005 ekki þurfa að læra neitt um fjármál. „Við vorum á leiðinni að verða fjármálamiðstöð alheimsins. Síðan breyttist það. Snemma árs 2008 var ég beðinn um að gera rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga fyrir menntamálaráðuneytið,“ segir Breki. Síðan þá hefur hann gert rannsóknir á þriggja ára fresti. Breki hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að það eru tengsl milli viðhorfa og hegðunar, fremur en milli þekkingar og hegðunar. „Leiðin til að bæta hegðun fólks í fjármálum er að bæta viðhorfið,“ segir Breki. Hann vill breyta viðhorfum fólks varðandi fjármálalæsi með herferð og minnist smokkaherferðar sem farið var í á níunda áratugnum. „Allt í einu var það gert töff að nota getnaðarvarnir. Hið sama var gert með reykingar. Það náðist mikill árangur í forvarnarstarfi þegar menn fóru að beina sjónum að viðhorfum um að það væri ekki töff að reykja,“ segir Breki og vill svipað átak tengt fjármálalæsi. „Vel á minnst, smokkanotkun. Þá sýna mínar rannsóknir fram á að 2/3 foreldra tala við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur talar við þau um fjármál,“ segir Breki og telur að þarna þurfi að bæta úr. Breki er viðskiptafræðingur að mennt, lærði fyrst í Háskólanum í Reykjavík en tók síðar framhaldsnám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann lætur vel af dvölinni í Kaupmannahöfn. „Þetta er frábær staður og ég fór út með fjölskylduna. Við vorum með tvö börn á þeim tíma. Það var skemmtilegur tími og okkur leið svo vel að við ákváðum að skella í þriðja barnið. Það er frábært að vera í Kaupmannahöfn með fjölskyldu,“ segir Breki. Frítímann nýtir Breki við lestur og er virkur félagi í lestrarklúbbnum Krumma. „Ég stunda líka snjóbretti af mikilli hörku,“ segir Breki en bætir því við að hann sé nýbúinn að detta illilega og enn að ná sér eftir það.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira