Stormskýlið tekið í notkun Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2016 20:12 Stormskýlið er útbúið tveimur vindtúrbínum. Mynd/IceWind Sprotafyrirtækið IceWind tók Stormskýlið formlega í notkun í gær. Um er að ræða strætóskýli við Hörpuna sem hefur verið breytt og gert sjálfbært af orkuþörf. Tveimur sérsmíðuðum vindtúrbínum og rafkerfi hefur verið komið fyrir á skýlinu. Rafmagnið sér skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá. Allt er þetta keyrt á vindorkunni. Stormskýlið er samfélagsverkefni sem var hópfjármagnað á Karolina fund í nóvember síðastliðnum og unnið í samstarfi við AFA JCDecaux og Reykjavíkurborg með stuðningi WOW air. Samkvæmt tilkynningu frá IceWind segir að um sex mánaða tilraunaverkefni sé að ræða. Markmið þess sé að gera gesti og gangandi meðvitaðri um alla þá orku sem umlyki Íslendinga og þá staðreynd að hægt sé að beisla hana og nýta.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund „Stormskýlið er einstakt á heimsvísu, því aldrei áður hefur strætóskýli verið gert sjálfbært með því að staðsetja á það vindtúrbínur. Stormskýlið getur bæði keyrt orkuþörf sína að fullu og safnað orku á rafgeyma þess í einu og endist því í allt að 48 klukkustundir án þess að fá á sig vind,“ segir í tilkynningunni. IceWind er lítið sprotafyrirtæki í Elliðaárdalnum sem hefur hannað og prófað vindtúrbínur í nokkur ár og stefnir á að bjóða Íslendingum upp á vindtúrbínur fyrir sumarbústaði og köld svæði frá og með vorinu. Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtæki Hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá IceWind sem hefur gert samning við bandarískan fjárfesti um fjármögnun fyrirtækisins. 4. janúar 2016 16:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sprotafyrirtækið IceWind tók Stormskýlið formlega í notkun í gær. Um er að ræða strætóskýli við Hörpuna sem hefur verið breytt og gert sjálfbært af orkuþörf. Tveimur sérsmíðuðum vindtúrbínum og rafkerfi hefur verið komið fyrir á skýlinu. Rafmagnið sér skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá. Allt er þetta keyrt á vindorkunni. Stormskýlið er samfélagsverkefni sem var hópfjármagnað á Karolina fund í nóvember síðastliðnum og unnið í samstarfi við AFA JCDecaux og Reykjavíkurborg með stuðningi WOW air. Samkvæmt tilkynningu frá IceWind segir að um sex mánaða tilraunaverkefni sé að ræða. Markmið þess sé að gera gesti og gangandi meðvitaðri um alla þá orku sem umlyki Íslendinga og þá staðreynd að hægt sé að beisla hana og nýta.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund „Stormskýlið er einstakt á heimsvísu, því aldrei áður hefur strætóskýli verið gert sjálfbært með því að staðsetja á það vindtúrbínur. Stormskýlið getur bæði keyrt orkuþörf sína að fullu og safnað orku á rafgeyma þess í einu og endist því í allt að 48 klukkustundir án þess að fá á sig vind,“ segir í tilkynningunni. IceWind er lítið sprotafyrirtæki í Elliðaárdalnum sem hefur hannað og prófað vindtúrbínur í nokkur ár og stefnir á að bjóða Íslendingum upp á vindtúrbínur fyrir sumarbústaði og köld svæði frá og með vorinu.
Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtæki Hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá IceWind sem hefur gert samning við bandarískan fjárfesti um fjármögnun fyrirtækisins. 4. janúar 2016 16:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00
Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57
Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtæki Hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá IceWind sem hefur gert samning við bandarískan fjárfesti um fjármögnun fyrirtækisins. 4. janúar 2016 16:00