Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2016 20:53 Bankasýslan vildi að Steinþóri Pálssyni yrði vikið úr starfi. Vísir/Vilhelm Fimm einstaklingar úr bankaráði Landsbankans ætla ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Þeir segja engar aðrar hvatir en hagsmuni bankans hafa legið að baki varðandi sölu Borgunar. Bankaráðsmennirnir segjast vonast til þess að Steinþór Pálsson stjórni bankanum áfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankaráðsmönnunum. Undir hana skrifa þau Tryggvi Pálsson, formaður ráðsins, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformaður, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson. Þau segjast reikna með því að skila af sér störfum á aðalfundi bankans þann 14. apríl. „Svonefnt Borgunarmál hefur verið bankanum erfitt. Kjarni málsins eins og hann horfir við okkur er í raun einfaldur. Hagsmunir bankans voru í fyrirrúmi, eins og bankaráð mat þá besta á sínum tíma. Engar aðrar hvatir lágu þar að baki. Ásakanir um annað eru meiðandi og við höfnum þeim alfarið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að Bankasýslan hafi sent bankaráðinu bréf þar sem málefnaleg rök bankans fyrir því hvernig undirbúningi og framkvæmd á sölunni hafi verið háttað séu höfð að engu.Bankasýslan skrefi of langt „Þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi á aðalfundi bankans í mars 2015 sagt að bankinn hefði betur selt hlutinn í Borgun í opnu ferli og ljóst sé að fleira hefði mátt betur fara, teljum við engu að síður að það sé langur vegur frá því að í bréfinu sé gætt jafnvægis og hlutlægni. Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að í bréfi Bankasýslunnar hafi verið kallað eftir aðgerðaráætlun bankaráðs og að hún liggi fyrir innan tveggja vikna. Innan bankans sé nú unnið að henni. „Látið er í veðri vaka í bréfinu sjálfu og í viðtölum við stjórnarformann Bankasýslunnar í fjölmiðlum, að þar muni bankaráðið hafa frjálsar hendur til þess að vinna að málum eftir bestu getu. Áður en bréfið var afhent bankaráði boðaði stjórnarformaður Bankasýslunnar formann bankaráðs til fundar að forstjóra stofnunarinnar viðstöddum, með þau skilaboð að það eina sem dugi til sé að bankastjóranum verði sagt upp störfum auk þess sem formaður og varaformaður víki. Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest. Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ Bankaráðsmennirnir segja Steinþór Pálsson vera stefnufastan og öflugan stjórnanda. Hann sé hreinn og beinn. „ Hann er leiðtogi bankans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum farsælast að hann stjórni bankanum áfram til góðra verka.“ Þá segir að Landbankinn hafi bætt fjárhagslega stöðu sína á þeim árum sem fimmmenningarnir hafi gegn störfum í bankaráði. Það hafi verið gert með markvissu starfi sem hafi skilað traustari banka og veglegum arði til ríkissjóðs og annarra hluthafa. „Við erum stolt af því að eiga þar hlut að máli.“Mun stýra Landsbankanum áfram Steinþór Pálsson hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að stjórn bankans verði með óbreyttum hætti. Hann muni „sem fyrr starfa með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Borgunarmálið Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Fimm einstaklingar úr bankaráði Landsbankans ætla ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Þeir segja engar aðrar hvatir en hagsmuni bankans hafa legið að baki varðandi sölu Borgunar. Bankaráðsmennirnir segjast vonast til þess að Steinþór Pálsson stjórni bankanum áfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankaráðsmönnunum. Undir hana skrifa þau Tryggvi Pálsson, formaður ráðsins, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformaður, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson. Þau segjast reikna með því að skila af sér störfum á aðalfundi bankans þann 14. apríl. „Svonefnt Borgunarmál hefur verið bankanum erfitt. Kjarni málsins eins og hann horfir við okkur er í raun einfaldur. Hagsmunir bankans voru í fyrirrúmi, eins og bankaráð mat þá besta á sínum tíma. Engar aðrar hvatir lágu þar að baki. Ásakanir um annað eru meiðandi og við höfnum þeim alfarið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að Bankasýslan hafi sent bankaráðinu bréf þar sem málefnaleg rök bankans fyrir því hvernig undirbúningi og framkvæmd á sölunni hafi verið háttað séu höfð að engu.Bankasýslan skrefi of langt „Þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi á aðalfundi bankans í mars 2015 sagt að bankinn hefði betur selt hlutinn í Borgun í opnu ferli og ljóst sé að fleira hefði mátt betur fara, teljum við engu að síður að það sé langur vegur frá því að í bréfinu sé gætt jafnvægis og hlutlægni. Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að í bréfi Bankasýslunnar hafi verið kallað eftir aðgerðaráætlun bankaráðs og að hún liggi fyrir innan tveggja vikna. Innan bankans sé nú unnið að henni. „Látið er í veðri vaka í bréfinu sjálfu og í viðtölum við stjórnarformann Bankasýslunnar í fjölmiðlum, að þar muni bankaráðið hafa frjálsar hendur til þess að vinna að málum eftir bestu getu. Áður en bréfið var afhent bankaráði boðaði stjórnarformaður Bankasýslunnar formann bankaráðs til fundar að forstjóra stofnunarinnar viðstöddum, með þau skilaboð að það eina sem dugi til sé að bankastjóranum verði sagt upp störfum auk þess sem formaður og varaformaður víki. Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest. Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ Bankaráðsmennirnir segja Steinþór Pálsson vera stefnufastan og öflugan stjórnanda. Hann sé hreinn og beinn. „ Hann er leiðtogi bankans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum farsælast að hann stjórni bankanum áfram til góðra verka.“ Þá segir að Landbankinn hafi bætt fjárhagslega stöðu sína á þeim árum sem fimmmenningarnir hafi gegn störfum í bankaráði. Það hafi verið gert með markvissu starfi sem hafi skilað traustari banka og veglegum arði til ríkissjóðs og annarra hluthafa. „Við erum stolt af því að eiga þar hlut að máli.“Mun stýra Landsbankanum áfram Steinþór Pálsson hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að stjórn bankans verði með óbreyttum hætti. Hann muni „sem fyrr starfa með hagsmuni bankans að leiðarljósi“.
Borgunarmálið Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira