Bankasýslan segist hafa staðið faglega að verki í Borgunarmálinu ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2016 14:04 Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. 365/ÞÞ „Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar. Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
„Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00
Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53
Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12