Stefna að því að koma Íslendingum á flot í sumar Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2016 10:00 Þeir Daníel Monzon (t.v.) og Stefán Arnórsson kynntust flotstofum í Lundúnum og vilja ólmir opna eina slíka á Íslandi. Myndir/Aðsendar Þrír ungir Íslendingar stefna að því að opna fyrstu flotstofu landsins í sumar og er söfnun hafin á vefsíðunni Karolina Fund. Á stofunni mun fólk geta prufað að fljóta í söltu vatni með ljósin slökkt og ku tilfinningin svipa til þess að svífa í lausu lofti. Þremenningarnir kynntust flotstofum í ferð til Lundúna fyrir rúmlega tveimur árum og eru yfir sig hrifnir af fyrirbærinu. Þeir segja flot af þessu tagi geta unnið bug á streitu, svefnleysi, kvíða og jafnvel hjálpað til við íþróttameiðsli. Stefán Arnórsson, einn frumkvöðlanna þriggja að baki Flotstofunni, líkir dágóðri stund í svokölluðum flottanki við það að ýta á „reset“-takkann á sjálfum sér. „Eftir að við prufuðum þetta úti, fann ég í tvær, þrjár vikur eftir á alveg svakalegan mun á mér,“ segir Stefán. „Þetta hljómar smá „corny“ en maður tók til dæmis bara eftir því hvað Esjan er falleg þegar maður keyrir í vinnuna. Þegar skilningarvitin eru tekin af manni, þá kann maður mun betur að meta þau.“Auglýsing frá Flotstofunni sem útskýrir hvernig flottankar virka.Vatnið í tönkunum er um þrjátíu sentímetra djúpt og svo salt að fólk á að fljóta áreynslulaust. Hitastiginu er haldið stöðugu í 34 til 35 gráðum, sem samsvarar hitastigi húðarinnar, og gerir það þannig að verkum að eftir nokkrar mínútur hættir fólk að geta greint hvaða hluti líkamans er undir vatnsyfirborðinu. Stefán segir ekki hægt að velta sér í vatninu, þó maður sofni. Tankurinn er bæði ljós- og hljóðeinangraður og á hann þannig að útiloka allt áreiti. Margir sem prufað hafa flot sem þetta líkja þessu við djúpa hugleiðslu og aðrir við nokkurs konar vímu. „Það er talað um að fimm til tíu prósent af þeim sem þetta prufa upplifi bara sitt eigið ímyndunarafl,“ útskýrir Stefán. „Það eru margir sem finna fyrir mjög blíðum ofskynjunum, sjá stjörnur eða mismunandi liti. Mín upplifun var í rauninni sú að ég rankaði við mér og mér fannst eins og lægi inni í risastóru rými, helli eða flugvélaskýli fullu af vatni.“ Aðrir notendur hafa þó fyrst og fremst áhuga á líkamlegu hliðinni og nefnir Stefán íþróttakappa á borð við glímukappann Conor McGregor og knattspyrnumanninn Wayne Rooney, sem ku eiga tæki sem þetta heima hjá sér og nota það allt að tíu sinnum á viku þegar hann er að ná sér af meiðslum.Þremenningarnir stefna á að opna flotstofuna miðsvæðis í Reykjavík í maí eða júní næstkomandi, þá með tveimur tönkum en með möguleika á að fjölga þeim. Stefán segir aukinn áhuga á fyrirbærum eins og jóga og núvitund hér á landi skapa ákveðið markaðstækifæri fyrir flotstofu. „Íslendingar eru loksins byrjaðir að þora að hugsa aðeins meira um sig andlega,“ segir hann. „Þannig að við höldum að það sé fullkomið að koma með þetta núna.“ Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Þrír ungir Íslendingar stefna að því að opna fyrstu flotstofu landsins í sumar og er söfnun hafin á vefsíðunni Karolina Fund. Á stofunni mun fólk geta prufað að fljóta í söltu vatni með ljósin slökkt og ku tilfinningin svipa til þess að svífa í lausu lofti. Þremenningarnir kynntust flotstofum í ferð til Lundúna fyrir rúmlega tveimur árum og eru yfir sig hrifnir af fyrirbærinu. Þeir segja flot af þessu tagi geta unnið bug á streitu, svefnleysi, kvíða og jafnvel hjálpað til við íþróttameiðsli. Stefán Arnórsson, einn frumkvöðlanna þriggja að baki Flotstofunni, líkir dágóðri stund í svokölluðum flottanki við það að ýta á „reset“-takkann á sjálfum sér. „Eftir að við prufuðum þetta úti, fann ég í tvær, þrjár vikur eftir á alveg svakalegan mun á mér,“ segir Stefán. „Þetta hljómar smá „corny“ en maður tók til dæmis bara eftir því hvað Esjan er falleg þegar maður keyrir í vinnuna. Þegar skilningarvitin eru tekin af manni, þá kann maður mun betur að meta þau.“Auglýsing frá Flotstofunni sem útskýrir hvernig flottankar virka.Vatnið í tönkunum er um þrjátíu sentímetra djúpt og svo salt að fólk á að fljóta áreynslulaust. Hitastiginu er haldið stöðugu í 34 til 35 gráðum, sem samsvarar hitastigi húðarinnar, og gerir það þannig að verkum að eftir nokkrar mínútur hættir fólk að geta greint hvaða hluti líkamans er undir vatnsyfirborðinu. Stefán segir ekki hægt að velta sér í vatninu, þó maður sofni. Tankurinn er bæði ljós- og hljóðeinangraður og á hann þannig að útiloka allt áreiti. Margir sem prufað hafa flot sem þetta líkja þessu við djúpa hugleiðslu og aðrir við nokkurs konar vímu. „Það er talað um að fimm til tíu prósent af þeim sem þetta prufa upplifi bara sitt eigið ímyndunarafl,“ útskýrir Stefán. „Það eru margir sem finna fyrir mjög blíðum ofskynjunum, sjá stjörnur eða mismunandi liti. Mín upplifun var í rauninni sú að ég rankaði við mér og mér fannst eins og lægi inni í risastóru rými, helli eða flugvélaskýli fullu af vatni.“ Aðrir notendur hafa þó fyrst og fremst áhuga á líkamlegu hliðinni og nefnir Stefán íþróttakappa á borð við glímukappann Conor McGregor og knattspyrnumanninn Wayne Rooney, sem ku eiga tæki sem þetta heima hjá sér og nota það allt að tíu sinnum á viku þegar hann er að ná sér af meiðslum.Þremenningarnir stefna á að opna flotstofuna miðsvæðis í Reykjavík í maí eða júní næstkomandi, þá með tveimur tönkum en með möguleika á að fjölga þeim. Stefán segir aukinn áhuga á fyrirbærum eins og jóga og núvitund hér á landi skapa ákveðið markaðstækifæri fyrir flotstofu. „Íslendingar eru loksins byrjaðir að þora að hugsa aðeins meira um sig andlega,“ segir hann. „Þannig að við höldum að það sé fullkomið að koma með þetta núna.“
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira