Metnaðarlaus markmið til fjölgunar rafbíla 19. mars 2016 12:00 Íslenskt samfélag gæti sparað gríðarlega fjármuni árlega á að skipta út jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa í samgöngum hér á landi. NORDICPHOTOS/GETTY Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að rafbílar verði 14 prósent bílaflota Íslendinga eftir tuttugu ár og sex af hverjum tíu bílum verði rafknúnir árið 2050. Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir þessi markmið metnaðarlaus. „Íslensk þjóð hefur tækifæri til að rafvæða bílaflotann mjög hratt á næstu árum. Hér býr þjóð með gríðarlega mikið magn hreinnar orku og um 85 prósent íbúa á sama blettinum suðvestanlands. Það ætti því að vera hægt að rafvæða bílaflotann hratt. Stjórnvöld geta gert heilmargt til að flýta fyrir þessari þróun hjá okkur,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að helmingur nýskráðra fólksbíla árið 2031 verði knúinn raforku og níu af hverjum tíu bifreiðum verði rafmagnsbílar í lok spátímans árið 2050. „Rafbílavæðing verður fyrst raunhæf þegar gott framboð rafmagnsbifreiða verður til staðar og verð samkeppnishæft við bifreiðar knúnar jarðefnaeldsneyti,“ segir í spánni. Þessa spá segir Guðmundur Haukur vera metnaðarlausa. „Hér er um spá að ræða en ekki stefnu stjórnvalda. Ef þetta endurspeglar hins vegar stefnuna þá skortir metnað og markmiðin gætu náðst án þess að stjórnvöld gerðu nokkuð frekar í málunum. Við ættum að geta gert þetta mun hraðar,“ segir Guðmundur. „Innan nokkurra ára verða hleðslustöðvar komnar um allt land og drægi rafmagnsbíla eykst ár frá ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í nóvember 2014 það vera vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja ívilnanir fyrir rafbíla og festa þær í sessi til langs tíma. „Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Stjórnvöld geta hæglega stillt hlutunum upp á þann hátt að rafbílar verði hagstæðari en bensín- og dísilbílar. Þannig væri hægt að hraða orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi gríðarlega,“ segir Guðmundur Haukur. sveinn@frettabladid.is
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira