Viðskipti innlent

Steindi jr. ráðinn til 365

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Gnarr og Steindi Jr.
Jón Gnarr og Steindi Jr. Vísir/GVA
Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur ráðið sig til starfa hjá 365 miðlum. Hann mun starfa við handritsþróunardeild, taka þátt í dagskrárgerð og stýra verkefnaþróun. 

„Steindi er einn þekktasti og vinsælasti grínisti þjóðarinnar. Hann er einna þekktastur fyrir hina frábæru þætti Steindinn okkar sem sýndir voru á Stöð 2,“ segir í tilkynningu frá 365 miðlum. Þá hefur hann verið fastagestur í útvarpsþáttunum FM95Blö.

Jón Gnarr framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 segist glaður að fá Steinda um borð og hlakkar til samstarfsins.

„Þetta er bara æðislegt í alla staði. Ég hlakka mikið til að vinna með þessum ljúfa snillingi að því að búa til snilld fyrir áhorfendur okkar. Það er vor í íslenskri sjónvarpsdagskrárgerð og þar er Steindi náttúrlega bara eins og lóan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×