Reynslan úr heimi fjölmiðla nýtist vel í fyrirtækjarekstri Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2016 14:00 Þór Bæring segir nýja eigendur Ölvisholts vilja koma framleiðslunni í lag og leyfa bruggmeistara Ölvisholts að njóta sín meira. Vísir/Vilhelm Ferðamálafrömuðurinn Þór Bæring Ólafsson keypti á dögunum Ölvisholt brugghús ásamt fimm öðrum félögum sínum. „Við ætlum fyrst og fremst að koma framleiðslunni í lag og leyfa bruggmeistaranum okkar að njóta sín meira,“ segir Þór Bæring. Hann segir að það hafi ekki verið nægilega mikið um nýjungar upp á síðkastið hjá Ölvisholti. „Það er margt gott en ekki komið neitt nýtt frá Ölvisholti í langan tíma. Við sjáum bara ótrúlega mörg tækifæri sérstaklega með þessari vakningu í kringum handverksbjórana.“ Þór segir að það þurfi líka að hugsa vel um vörumerkið. „Það hefur verið í dvala satt að segja,“ segir Þór. Hann vill líka kanna forsendurnar fyrir því að bjóða fólki í auknu mæli í heimsókn í Ölvisholt og skoða framleiðsluna og fá að smakka. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið nýtt síðustu ár.“ Þór hefur umtalsverða starfsreynslu úr ferðaþjónustu. Tólf ár eru síðan hann og Bragi Hinrik Magnússon stofnuðu ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. „Það eru tólf ár síðan ég og Bragi félagi minn stofnuðum ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. Eftir nokkur ár í því þá keypti Iceland Express af okkur þá ferðaskrifstofu. Við unnum í smá tíma þar en hættum og fórum í nám báðir tveir,“ segir Þór. Þegar nýtt flugfélag, WOW air, tók svo til starfa árið 2012 voru þeir spurðir að því hvort þeir væru til í að opna ferðaskrifstofu á nýjan leik. Úr varð að þeir stofnuðu Gaman Ferðir. „Fyrirtækið hefur stækkað gríðarlega hratt og auðvitað munaði heilmikið um að WOW air keypti helmingshlut í fyrirtækinu í fyrra.“ Þór Bæring er fjölmiðlamaður að uppruna og telur að sú reynsla nýtist. vel. „Maður þarf alltaf að koma sér og vörunum sínum á framfæri. Það er hluti af þessu og það hefur klárlega reynst vel,“ segir Þór. Hann sé búinn að prófa að vera blaðamaður, útvarpsmaður, sjónvarpsmaður og fleira „Það er góð reynsla og fullt af góðu fólki sem maður þekkir í kringum það.“ Hann segir að ferðalög og bjórdrykkja séu á meðal sinna áhugamála. „Það er virkilega gaman að ferðast og ég og fjölskylda mín höfum verið dugleg að gera það í gegnum tíðina. Þannig að það er alveg klárlega í fyrsta sæti. En síðan er góður matur og góðir drykkir alltaf að sjálfsögðu mjög gott líka,“ segir Þór. Hann er líka mikið í íþróttum og þá einkum í blaki og skvassi. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Ferðamálafrömuðurinn Þór Bæring Ólafsson keypti á dögunum Ölvisholt brugghús ásamt fimm öðrum félögum sínum. „Við ætlum fyrst og fremst að koma framleiðslunni í lag og leyfa bruggmeistaranum okkar að njóta sín meira,“ segir Þór Bæring. Hann segir að það hafi ekki verið nægilega mikið um nýjungar upp á síðkastið hjá Ölvisholti. „Það er margt gott en ekki komið neitt nýtt frá Ölvisholti í langan tíma. Við sjáum bara ótrúlega mörg tækifæri sérstaklega með þessari vakningu í kringum handverksbjórana.“ Þór segir að það þurfi líka að hugsa vel um vörumerkið. „Það hefur verið í dvala satt að segja,“ segir Þór. Hann vill líka kanna forsendurnar fyrir því að bjóða fólki í auknu mæli í heimsókn í Ölvisholt og skoða framleiðsluna og fá að smakka. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið nýtt síðustu ár.“ Þór hefur umtalsverða starfsreynslu úr ferðaþjónustu. Tólf ár eru síðan hann og Bragi Hinrik Magnússon stofnuðu ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. „Það eru tólf ár síðan ég og Bragi félagi minn stofnuðum ferðaskrifstofu sem hét Markmenn. Eftir nokkur ár í því þá keypti Iceland Express af okkur þá ferðaskrifstofu. Við unnum í smá tíma þar en hættum og fórum í nám báðir tveir,“ segir Þór. Þegar nýtt flugfélag, WOW air, tók svo til starfa árið 2012 voru þeir spurðir að því hvort þeir væru til í að opna ferðaskrifstofu á nýjan leik. Úr varð að þeir stofnuðu Gaman Ferðir. „Fyrirtækið hefur stækkað gríðarlega hratt og auðvitað munaði heilmikið um að WOW air keypti helmingshlut í fyrirtækinu í fyrra.“ Þór Bæring er fjölmiðlamaður að uppruna og telur að sú reynsla nýtist. vel. „Maður þarf alltaf að koma sér og vörunum sínum á framfæri. Það er hluti af þessu og það hefur klárlega reynst vel,“ segir Þór. Hann sé búinn að prófa að vera blaðamaður, útvarpsmaður, sjónvarpsmaður og fleira „Það er góð reynsla og fullt af góðu fólki sem maður þekkir í kringum það.“ Hann segir að ferðalög og bjórdrykkja séu á meðal sinna áhugamála. „Það er virkilega gaman að ferðast og ég og fjölskylda mín höfum verið dugleg að gera það í gegnum tíðina. Þannig að það er alveg klárlega í fyrsta sæti. En síðan er góður matur og góðir drykkir alltaf að sjálfsögðu mjög gott líka,“ segir Þór. Hann er líka mikið í íþróttum og þá einkum í blaki og skvassi.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun