Viðskipti innlent

Fimmtán starfsmenn Advania misstu vinnuna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mannauðsstjórinn segir starfsfólkið koma alls staðar úr fyrirtækinu.
Mannauðsstjórinn segir starfsfólkið koma alls staðar úr fyrirtækinu.
Fimmtán manns hefur verið sagt upp störfum hjá tæknifyrirtækinu Advania. Þetta staðfestir Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri fyrirtækisins, en mbl.is greindi fyrst frá.

Sigurður segir að starfsmennirnir komi alls staðar að úr fyrirtækinu 

„Ástæðurnar í sjálfu sér voru ýmiskonar. Sums staðar voru bara skipulagsbreytingar og verið að leita leiða til að vera skilvirkar og annars staðar voru það verkefni sem höfðu verið í gangi sem voru að breytast eða voru búin og fannst ekki annar staður innan fyrirtækisins fyrir þá einstaklinga,“ segir hann og bætir við að reynt hafi verið að finna staði fyrir fólkið en það hafi ekki gengið í öllum tilvikum.

„Við erum 560 manns og það eru alltaf einhverjar breytingar,“ hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×