Viðskipti innlent

Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11. vísir/vilhelm/Dunkin´Donuts

Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður klukkan níu í dag í Hagasmára í Kópavogi.

Staðurinn er inni í 10-11 versluninni á Shellstöðinni við Smáralind. Hann tekur um 25 manns í sæti og eins geta viðskiptavinir keypt veitingar í bílalúgu, en staðurinn er sá fyrsti í Evrópu sem veitir slíka þjónustu. Fyrstu 20 viðskiptavinirnir sem mæta í röðina í fyrramálið fá ársbirgðir af kleinuhringjum og geta því komið við á næsta stað einu sinni í viku í 52 vikur og fengið 6 kleinuhringi í kassa.

Á næstu 4 fjórum árum stendur til að opna 13 staði til viðbótar og verða þeir bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Í fréttatilkynningu frá Dunkin' Donuts segist Árni Pétur Jónsson eigandi ekki vera á því að staðirnir verði of margir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.