Viðskipti innlent

Sala fólksbíla jókst um 48%

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sala til bílaleiga stendur undir bróðurparti allrar fólksbílasölu fyrstu tvo mánuði ársins.
Sala til bílaleiga stendur undir bróðurparti allrar fólksbílasölu fyrstu tvo mánuði ársins. vísir/GVA
Sala á fólksbílum til einstaklinga jókst um 48,8 prósent fyrstu tvo mánuði ársins samanborðið við sama tímabil í fyrra, að því er lesa má út úr nýjum tölum Bílgreinasambandsins.

Nýskráning bíla er í heildina umtalsvert meiri, vegna áhrifa af sölu til bílaleiga, eða 72,9 prósent. Nýskráðir fólksbílar á tímabilinu eru sagðir hafa verið 2.267 á móti 1.312 á síðasta ári, eða aukning um 957 bíla. „Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stykki eða 85 prósent af nýskráningum. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins.

Sambandið segir að þótt sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun, þá sé aðaldrifkraftur í sölu nýrra bíla fjölgun ferðamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×