Viðskipti innlent

Farþegum WOW air fjölgaði um 122%

Sæunn Gísladóttir skrifar
WOW air flutti 63 þúsund farþega til og frá landinu í febrúar eða um 122 prósent fleiri farþega en í febrúar árið 2015.
WOW air flutti 63 þúsund farþega til og frá landinu í febrúar eða um 122 prósent fleiri farþega en í febrúar árið 2015. Mynd/aðsend
WOW air flutti 63 þúsund farþega til og frá landinu í febrúar eða um 122 prósent fleiri farþega en í febrúar árið 2015. Sætanýting WOW air í febrúar var 89 prósent en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 88 prósent. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 169 prósent í febrúar frá því á sama tíma í fyrra, segir í tilkynningu.

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 114 þúsund farþega en það er 104 prósent aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður. WOW air mun auka sætaframboð sitt um 127 prósent á árinu í 1,9 milljón sæta en á síðasta ári var sætaframboð félagsins 837 þúsund sæti.

„Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel gengur að fylla allar vélar okkar núna einnig yfir vetrarmánuðina. Við jukum framboðið um 119 prósent í febrúar og erum að auka framboðið um 150 prósent núna í mars.  Það skiptir sköpum fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar í heild sinni að auka arðsemi greinarinnar og lykillinn að því er að bæta nýtinguna yfir vetrarmánuðina.  Það er lykilatriði að ferðaþjónustan og stjórnvöld séu núna samstíga um að dreifa álaginu og halda áfram að tryggja alla innviði með skýr langtíma markmið í huga“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu.

Í vor mun flugfloti WOW air telja ellefu flugvélar sem allar verða skráðar á flugrekstrarleyfi félagsins en til samanburðar þá voru aðeins tvær flugvélar skráðar á leyfi WOW air síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×