Viðskipti erlent

Hvetja til skortsölu á hlutabréfum í Tesla

Sæunn Gísladóttir skrifar
Elon Musk er forstjóri Tesla.
Elon Musk er forstjóri Tesla. vísir/getty
Greiningafyrirtækið Citron Research hefur hvatt til skortsölu á hluabréfum í Tesla. Fyrirtækið tísti um þetta og sagði að vandræði við framboð og eftirspurn hjá bílaframleiðandanum muni valda því að hlutabréf í Tesla geti fallið um allt að hundrað dollara, þrettán þúsund krónur íslenskar krónur, á árinu.

Citron er áður þekkt fyrir að hafa mælt með skortsölu áður en hlutabréf lækkuðu verulega, má þar nefna fyrirtækið Gap og lyfjaframleiðandann Valeant.

Skortsala felur í sér að fjárfestar fái lánuð hlutabréf og selji þau og kaupi þau svo aftur eftir einhvern tíma í von um að þau hafi lækkað í millitíðinni.

Ef spá Citron rætist mun hlutabréfaverð Tesla falla um 46 prósent á árinu. Hlutabréf þess hafa fallið verulega undanfarin misseri, í gær féllu þau um þrjú prósent á meðan önnur hlutabréf á markaði hækkuðu.






Tengdar fréttir

Tesla í vandræðum

Hlutabréf í Tesla lækkað um 38 prósent á árinu.

Elon Musk vill þróa rafflugvél

Tæknin til að knúa rafflugvél er nánast ekki til í dag. Musk hefur þó haft áhuga á því að þróa hana í að minnsta kosti sex ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×