Viðskipti innlent

Röng framleiðsludagsetning í innköllun á Smjörva

Samúel Karl Ólason skrifar
Ástæða innköllunarinnar er sú að plastbrot úr vinnsluvél fannst í smjörvadós.
Ástæða innköllunarinnar er sú að plastbrot úr vinnsluvél fannst í smjörvadós. Vísir/Stefán
Mjólkursamsalan tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að taka úr sölu og innkalla tilteknar framleiðslulotur af Smjörva í 440 gramma umbúðum. Plastbrot úr vinnsluvél hafði fundist í smjörvadós. Ein framleiðsludagsetningin misritaðist hins vegar í fréttatilkynningu Mjólkursamsölunnar.

Plastbrot af þessu tagi geta verið beitt og þar af leiðandi reynst skaðleg. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri og því hefur verið ákveðið að innkalla Smjörva í 400 gr. umbúðum framleiddan af KS með neðangreindum framleiðsludagsetningum.

Neytendum sem keypt hafa Smjörva með neðangreindum dagsetningum er bent á að farga honum eða skila honum þangað sem hann var keyptur.

Hér eru sem sagt leiðréttar upplýsingar um vöruna sem um ræðir:

Vöruheiti: Smjörvi

Heildarupplýsingar í stimplum:

BF. 04 MAÍ 2016 004   M.KS A013

BF07.MAÍ 2016 007   M.KS A013 (Hér stóð upprunalega 06. MAÍ)

BF. 11 MAÍ 2016 011   M.KS A013

BF. 14 MAÍ 2016 014   M.KS A013

Nettóþyngd: 400 g

Framleiðandi: Mjólkursamlag KS

Strikamerki: 5690516025007

Vöruheiti: Smjörvi Tilboð

Heildarupplýsingar í stimplum:

BF. 01 JÚN 2016 032        M.KS A013

BF. 04 JÚN 2016 035        M.KS A013

BF. 08 JÚN 2016 039        M.KS A013

Nettóþyngd: 400 g

Framleiðandi: Mjólkursamlag KS

Strikamerki: 5690516025205






Fleiri fréttir

Sjá meira


×