RÚV hagnaðist um áttatíu milljónir Sæunn Gísladóttir skrifar 4. mars 2016 14:46 Viðsnúningur varð í rekstri RÚV frá fyrra ári. Vísir/GVA Viðsnúningur varð í rekstri RÚV frá fyrra ári. Ríkisútvarpið hagnaðist um áttatíu milljónir fyrir skatta árið 2015, samanborið við 339 milljónir króna tap á fyrra rekstrarári fyrir skatta. RÚV fékk 4,9 milljarða í tekjur úr ríkissjóði frá 1. september 2014 til 31. desember 2015. Þessar tekjur jukust um 1,5 milljarð á milli ára. Breytingaferli síðasta árs hefur skilað umtalsverðri hagræðingu í rekstri félagsins, segir í tilkynningu. Markmiðið var að hagræða í ytri umgjörð og rekstri en verja dagskrá eins og kostur er, meðal annars var stór hluti húsnæðis RÚV leigður út. Vert er að hafa í hug að nú tóku í gildi breytingar, uppgjör RÚV var frá 1.september til ágústloka en er nú 1. janúar til ársloka, eins og er hjá öðrum fyrirtækjum.Guðlaugur G. Sverrisson þakkar jákvæðar rekstrarniðurstöður aðhaldi í rekstri.Guðlaugur G. Sverrisson segist, í samtali við Vísi, ánægður með þessa niðurstöðu, að nú sjáist jákvæðar rekstrarniðurstöður: „Aðalatriðið er þetta að aðhald er að skila sér og sú stefna að minnka umbúðir og auka innihald er að ganga eftir. Undir styrkri stjórn útvarpsstjóra og stjórnar, sem og starfsmanna. Það er mitt mat á þessu.“ Rekstrargjöld lækka að raunvirði milli áranna 2014 og 2015 þrátt fyrir að kostnaður við dreifikerfi hækki en sá kostnaður er til kominn vegna samnings um stafræna dreifingu frá 2013. Afskriftir rekstrarfjármuna lækka einnig milli sömu tímabila en fjármagnskostnaður er enn hár vegna mikillar skuldsetningar. Kostnaður við yfirstjórn lækkar milli tímabila. Tekjur félagsins hækka á milli ára. Stöðugildi voru að meðaltali 259 á tímabilinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 297 árið 2013 og 324 árið 2008. Samið var um sölu á byggingarrétti á lóð Ríkisútvarpsins í október 2015. Þegar hafa verið greiddar 800 milljónir króna vegna sölunnar sem Ríkisútvarpið ráðstafaði til niðurgreiðslu skulda. Vegna fyrirvara í kaupsamningi og varúðarsjónarmiða er söluhagnaður ekki færður í ársreikningi ársins 2015. Stjórnarformaðurinn segir að RÚV eigi þetta til góða. Gert er ráð fyrir því að eiginfé batni sem nemur ríflega 1,5 milljarði króna. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Viðsnúningur varð í rekstri RÚV frá fyrra ári. Ríkisútvarpið hagnaðist um áttatíu milljónir fyrir skatta árið 2015, samanborið við 339 milljónir króna tap á fyrra rekstrarári fyrir skatta. RÚV fékk 4,9 milljarða í tekjur úr ríkissjóði frá 1. september 2014 til 31. desember 2015. Þessar tekjur jukust um 1,5 milljarð á milli ára. Breytingaferli síðasta árs hefur skilað umtalsverðri hagræðingu í rekstri félagsins, segir í tilkynningu. Markmiðið var að hagræða í ytri umgjörð og rekstri en verja dagskrá eins og kostur er, meðal annars var stór hluti húsnæðis RÚV leigður út. Vert er að hafa í hug að nú tóku í gildi breytingar, uppgjör RÚV var frá 1.september til ágústloka en er nú 1. janúar til ársloka, eins og er hjá öðrum fyrirtækjum.Guðlaugur G. Sverrisson þakkar jákvæðar rekstrarniðurstöður aðhaldi í rekstri.Guðlaugur G. Sverrisson segist, í samtali við Vísi, ánægður með þessa niðurstöðu, að nú sjáist jákvæðar rekstrarniðurstöður: „Aðalatriðið er þetta að aðhald er að skila sér og sú stefna að minnka umbúðir og auka innihald er að ganga eftir. Undir styrkri stjórn útvarpsstjóra og stjórnar, sem og starfsmanna. Það er mitt mat á þessu.“ Rekstrargjöld lækka að raunvirði milli áranna 2014 og 2015 þrátt fyrir að kostnaður við dreifikerfi hækki en sá kostnaður er til kominn vegna samnings um stafræna dreifingu frá 2013. Afskriftir rekstrarfjármuna lækka einnig milli sömu tímabila en fjármagnskostnaður er enn hár vegna mikillar skuldsetningar. Kostnaður við yfirstjórn lækkar milli tímabila. Tekjur félagsins hækka á milli ára. Stöðugildi voru að meðaltali 259 á tímabilinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 297 árið 2013 og 324 árið 2008. Samið var um sölu á byggingarrétti á lóð Ríkisútvarpsins í október 2015. Þegar hafa verið greiddar 800 milljónir króna vegna sölunnar sem Ríkisútvarpið ráðstafaði til niðurgreiðslu skulda. Vegna fyrirvara í kaupsamningi og varúðarsjónarmiða er söluhagnaður ekki færður í ársreikningi ársins 2015. Stjórnarformaðurinn segir að RÚV eigi þetta til góða. Gert er ráð fyrir því að eiginfé batni sem nemur ríflega 1,5 milljarði króna.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun