Viðskipti innlent

Ekki tekist að birta Stein­grími stefnur

Bjarki Ármannsson skrifar
Íslandsbanki birti í Lögbirtingarblaðinu fyrir helgi tvær stefnur á hendur athafnamanninum Steingrími Wernerssyni vegna skulda sem bankinn hefur reynt að innheimta.
Íslandsbanki birti í Lögbirtingarblaðinu fyrir helgi tvær stefnur á hendur athafnamanninum Steingrími Wernerssyni vegna skulda sem bankinn hefur reynt að innheimta. Vísir

Íslandsbanki birti í Lögbirtingarblaðinu fyrir helgi tvær stefnur á hendur athafnamanninum Steingrími Wernerssyni vegna skulda sem bankinn hefur reynt að innheimta. Skuldirnar eru tilkomnar vegna lána bankans til eignarhaldsfélagsins Vægi en ekki hefur tekist að birta Steingrími, sem búsettur er í Lundúnum, stefnurnar.

Önnur skuldin hljóðar upp á rúmlega 133 og hálfa milljón ásamt dráttarvöxtum en hin tæpar 28 milljónir ásamt dráttarvöxtum. Vægi var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2014 en Steingrímur stofnaði það ásamt bróður sínum, athafnamanninum Karli Wernerssyni.

Lán Vægis voru tekin árin 2005 en í stefnum Íslandsbanka segir að ítrekað hafi verið reynt að birta Steingrími stefnurnar frá því árið 2014. Skorað er á Steingrím að greiða skuld sína til bankans nú þegar eða mæta annars fyrir dóm. Mál gegn honum verður að óbreyttu þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir

Vinur Steingríms rýrir trúverðugleika hans í bréfi til saksóknara

Steingrímur Wernersson sem átti fjárfestingarfélagið Milestone með Karli bróður sínum hefur undanfarin tvö ár glímt við alvarleg veikindi og ekki sinnt fjárhagslegum málefnum sínum, að því er fram kemur í bréfi lögmanns hans til embættis sérstaks saksóknara. Þetta gæti kastað rýrð á trúverðugleika vitnisburðar Steingríms.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×