Telur rannsakendur hafa skotið undan gögnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2016 21:16 Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara og krafist þess að embættið rannsaki hvort þeir hafi leynt mikilvægum gögnum í tengslum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. Lýður var stjórnarformaður VátryggingafélagsÍslands og var ásamt Sigurði Valtýssyni ákærður vegna láns sem VÍS veitti Sigurði árið 2009. Hann var sýknaður með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2014. Í I. kafla ákærunnar var Lýði gefið að sök að hafa brotið gegn 104. gr. laga um hlutafélög með því að hafa á árinu 2009, sem stjórnarformaður og prókúruhafi VÍS, látið félagið lána Sigurði sem sat þá í stjórn VÍS, rúmlega 58 milljónir króna. Brot gegn umræddu ákvæði fyrnast á tveimur árum en fyrningarfrestur er rofinn þegar lán er framlengt. Lýður var sýknaður meðal annars vegna þess að eftir áskorun frá verjanda hans fundust sex tölvupóstar í gögnum málsins milli Bjarna Brynjólfssonar starfsmanns VÍS og Sigurðar. Þessir póstar sýndu að það var Bjarni sem tók ákvörðun um framlengingu lánanna ekki Lýður en Bjarni hafði um tíma réttarstöðu sakbornings í málinu. Í kærunni segir: „Að mati kæranda er útilokað annað en að samskipti þessara tveggja sakborninga á tímabilinu hafi verið rannsökuð. Hafi slíkt ekki verið gert hefur rannsóknin ekki verið í samræmi við þá grunnskyldu rannsakandans að hann skuli leita sannleikans.“ Þar segir jafnframt: „Með því að gögnin (...) voru hvorki borin undir kæranda né kynnt verjanda eða gerð að skjölum í málinu var freklega brotið gegn grundvallarréttindum kæranda og sköpuð raunveruleg hætta á því að kærandi yrði sakfelldur fyrir verknað sem hann átti engan hlut að.“ Í kærunni kemur fram að nauðsynlegt sé að rannsakað verði hvort þeir opinberu starfsmenn sem rannsökuðu málið hjá sérstökum saksóknara hafi brotið 148. gr. hegningarlaga. Um er að ræða mjög alvarlegar ásakanir og ásakanir um brot í opinberu starfi. Í umræddu hegningarlagaákvæði er lýst refsivert að skjóta undan gögnum til að leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að tíu ára fangelsi. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara og krafist þess að embættið rannsaki hvort þeir hafi leynt mikilvægum gögnum í tengslum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. Lýður var stjórnarformaður VátryggingafélagsÍslands og var ásamt Sigurði Valtýssyni ákærður vegna láns sem VÍS veitti Sigurði árið 2009. Hann var sýknaður með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2014. Í I. kafla ákærunnar var Lýði gefið að sök að hafa brotið gegn 104. gr. laga um hlutafélög með því að hafa á árinu 2009, sem stjórnarformaður og prókúruhafi VÍS, látið félagið lána Sigurði sem sat þá í stjórn VÍS, rúmlega 58 milljónir króna. Brot gegn umræddu ákvæði fyrnast á tveimur árum en fyrningarfrestur er rofinn þegar lán er framlengt. Lýður var sýknaður meðal annars vegna þess að eftir áskorun frá verjanda hans fundust sex tölvupóstar í gögnum málsins milli Bjarna Brynjólfssonar starfsmanns VÍS og Sigurðar. Þessir póstar sýndu að það var Bjarni sem tók ákvörðun um framlengingu lánanna ekki Lýður en Bjarni hafði um tíma réttarstöðu sakbornings í málinu. Í kærunni segir: „Að mati kæranda er útilokað annað en að samskipti þessara tveggja sakborninga á tímabilinu hafi verið rannsökuð. Hafi slíkt ekki verið gert hefur rannsóknin ekki verið í samræmi við þá grunnskyldu rannsakandans að hann skuli leita sannleikans.“ Þar segir jafnframt: „Með því að gögnin (...) voru hvorki borin undir kæranda né kynnt verjanda eða gerð að skjölum í málinu var freklega brotið gegn grundvallarréttindum kæranda og sköpuð raunveruleg hætta á því að kærandi yrði sakfelldur fyrir verknað sem hann átti engan hlut að.“ Í kærunni kemur fram að nauðsynlegt sé að rannsakað verði hvort þeir opinberu starfsmenn sem rannsökuðu málið hjá sérstökum saksóknara hafi brotið 148. gr. hegningarlaga. Um er að ræða mjög alvarlegar ásakanir og ásakanir um brot í opinberu starfi. Í umræddu hegningarlagaákvæði er lýst refsivert að skjóta undan gögnum til að leitast við að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að tíu ára fangelsi.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun