Yfirvinna og kostnaður atvinnlífs myndi stóraukast að mati SA Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Skiptar skoðanir eru um hvort lögboð um styttingu vinnuvikunnar leiði til aukinnar framleiðni, eða auki bara kostnað atvinnulífsins. vísir/vilhelm Alvarlegar afleiðingar hefði fyrir íslenskt efnahagslíf að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 án þess að kjör fólks skerðist um leið. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins (SA), sem skilað hafa inn athugasemdum við frumvarp fimm þingmanna sem vilja að leiðin verði farin. Dagvinna yrði sjö tímar í stað átta nú. Mat SA er að við breytinguna falli 32 milljónir vinnustunda brott, eða 16 þúsund ársverk. Við breytinguna myndi greidd yfirvinna stóraukast og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26 til 28 prósent. „Vinnutími er samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra,“ segir í umfjöllun SA. Þingmennirnir sem að frumvarpinu standa eru fyrir hönd Pírata Björn Leví Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, en með þeim leggja það fram Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið lagabreytingarinnar sé að auka markvisst framleiðni og lífsgæði launþega hér. „En líkt og skýrslur OECD hafa sýnt fram á haldast ekki endilega í hendur lengri vinnutími og meiri framleiðni,“ segir þar og margt talið benda til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og aukinna lífsgæða. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Alvarlegar afleiðingar hefði fyrir íslenskt efnahagslíf að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 án þess að kjör fólks skerðist um leið. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins (SA), sem skilað hafa inn athugasemdum við frumvarp fimm þingmanna sem vilja að leiðin verði farin. Dagvinna yrði sjö tímar í stað átta nú. Mat SA er að við breytinguna falli 32 milljónir vinnustunda brott, eða 16 þúsund ársverk. Við breytinguna myndi greidd yfirvinna stóraukast og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26 til 28 prósent. „Vinnutími er samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra,“ segir í umfjöllun SA. Þingmennirnir sem að frumvarpinu standa eru fyrir hönd Pírata Björn Leví Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, en með þeim leggja það fram Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið lagabreytingarinnar sé að auka markvisst framleiðni og lífsgæði launþega hér. „En líkt og skýrslur OECD hafa sýnt fram á haldast ekki endilega í hendur lengri vinnutími og meiri framleiðni,“ segir þar og margt talið benda til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og aukinna lífsgæða.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun