Tæpir tveir milljarðar kyrrsettir Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Höfuðstöðvar LS Retail í Reykjavík eru á Höfðatorgi við Katrínartún. vísir/gva Lykilstarfsmenn hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail telja að fyrirtækið hafi á síðasta ári verið selt á um fjórðung af raunverulegu virði. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á kyrrsetningu fjármuna sem nema fimmtungi af verðmati sem endurskoðandi vann fyrir starfsmennina. Heimildir blaðsins herma að samkvæmt kaupréttarsamningum starfsmannanna hafi þeir átt að fá tuttugu prósent af söluandvirði fyrirtækisins. Miðað við söluandvirði LS Retail í fyrra hefðu því fimm hundruð milljónir króna átt að renna til starfsmannanna, en þeir telja hlunnfarna um einn og hálfan milljarð. Upphæðin hefði að þeirra mati átt að vera tæpir tveir milljarðar. Tekist er á um málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en Viti ehf., félag í eigu Aðalsteins Valdimarssonar, höfðaði á síðasta ári mál á hendur íslenska eignaumsýslufélaginu ALMC (áður Straumur-Burðarás) vegna sölunnar á fyrirtækinu. Starfsmennirnir, sem eru fimmtán talsins, hafa stefnt sér inn í það mál. Þessa dagana er tekist á um frávísunarkröfu ALMC og úrskurðar að vænta í því eftir um hálfan mánuð. Til að öðlast kaupréttinn skuldbundu starfsmennirnir sig til að starfa hjá fyrirtækinu og vinna að uppgangi þess og hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið þann samning síðustu fimm ár eða svo. Samkvæmt heimildum blaðsins var fyrirtækið selt á 17,6 milljónir evra (rúma 2,5 milljarða króna), þrátt fyrir að fyrir hafi legið samningur um sölu annað upp á 37,5 milljónir evra (rúma 5,3 milljarða króna). Það verð hafi myndast á fyrri stigum en virði félagsins aukist frá því vegna mikils vaxtar og hagnaðar. Endurskoðandi starfsmannanna metur verðmæti LS Retail hins vegar á 70 milljónir evra (tæpa 10 milljarða króna), á þeim degi sem fyrirtækið var selt. Starfsmennirnir hafa, samkvæmt heimildum blaðsins, sjálfir lagt fram tryggingar vegna kyrrsetningarinnar sem sýslumaður féllst á, svo sem með því að veðsetja heimili sín. Um er að ræða verulegar upphæðir því fimmtungur af metnu söluandvirði fyrirtækisins, 70 milljónir evra, er 14 milljónir evra, eða sem svarar um 1.994 milljónum króna. Tryggingin á að standa undir hugsanlegu tjóni sem hlotist getur vegna kyrrsetningarinnar tapi þeir málinu. Sýslumaður féllst hins vegar á að veruleg hætta væri á því að fjármunum sem til hefðu orðið vegna sölunnar yrði komið í burtu þannig að endurheimtur yrðu þeim torveldar. Salan á LS Retail gekk í gegn á síðasta ári, en fyrirtækið mun hafa verið selt, ásamt fleiri innlendum og erlendum eignum ALMC, til bandaríska fjárfestingasjóðsins Anchorage Capital Group. LS Retail komst í eigu Straums-Burðaráss eftir að bankinn gekk að veðum vegna láns til Baugs Group, sem keypti fyrirtækið fyrir hrun. LS Retail framleiðir hugbúnaðarlausnir fyrir þjónustufyrirtæki, en það varð til eftir samruna Strengs og Landsteina árið 2007. Athygli vakti fyrr á árinu þegar spurðist að ALMC hefði fyrir áramót innt af hendi yfir þriggja milljarða króna bónusgreiðslur til fyrrverandi og núverandi starfsmanna félagsins. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Lykilstarfsmenn hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail telja að fyrirtækið hafi á síðasta ári verið selt á um fjórðung af raunverulegu virði. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á kyrrsetningu fjármuna sem nema fimmtungi af verðmati sem endurskoðandi vann fyrir starfsmennina. Heimildir blaðsins herma að samkvæmt kaupréttarsamningum starfsmannanna hafi þeir átt að fá tuttugu prósent af söluandvirði fyrirtækisins. Miðað við söluandvirði LS Retail í fyrra hefðu því fimm hundruð milljónir króna átt að renna til starfsmannanna, en þeir telja hlunnfarna um einn og hálfan milljarð. Upphæðin hefði að þeirra mati átt að vera tæpir tveir milljarðar. Tekist er á um málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en Viti ehf., félag í eigu Aðalsteins Valdimarssonar, höfðaði á síðasta ári mál á hendur íslenska eignaumsýslufélaginu ALMC (áður Straumur-Burðarás) vegna sölunnar á fyrirtækinu. Starfsmennirnir, sem eru fimmtán talsins, hafa stefnt sér inn í það mál. Þessa dagana er tekist á um frávísunarkröfu ALMC og úrskurðar að vænta í því eftir um hálfan mánuð. Til að öðlast kaupréttinn skuldbundu starfsmennirnir sig til að starfa hjá fyrirtækinu og vinna að uppgangi þess og hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið þann samning síðustu fimm ár eða svo. Samkvæmt heimildum blaðsins var fyrirtækið selt á 17,6 milljónir evra (rúma 2,5 milljarða króna), þrátt fyrir að fyrir hafi legið samningur um sölu annað upp á 37,5 milljónir evra (rúma 5,3 milljarða króna). Það verð hafi myndast á fyrri stigum en virði félagsins aukist frá því vegna mikils vaxtar og hagnaðar. Endurskoðandi starfsmannanna metur verðmæti LS Retail hins vegar á 70 milljónir evra (tæpa 10 milljarða króna), á þeim degi sem fyrirtækið var selt. Starfsmennirnir hafa, samkvæmt heimildum blaðsins, sjálfir lagt fram tryggingar vegna kyrrsetningarinnar sem sýslumaður féllst á, svo sem með því að veðsetja heimili sín. Um er að ræða verulegar upphæðir því fimmtungur af metnu söluandvirði fyrirtækisins, 70 milljónir evra, er 14 milljónir evra, eða sem svarar um 1.994 milljónum króna. Tryggingin á að standa undir hugsanlegu tjóni sem hlotist getur vegna kyrrsetningarinnar tapi þeir málinu. Sýslumaður féllst hins vegar á að veruleg hætta væri á því að fjármunum sem til hefðu orðið vegna sölunnar yrði komið í burtu þannig að endurheimtur yrðu þeim torveldar. Salan á LS Retail gekk í gegn á síðasta ári, en fyrirtækið mun hafa verið selt, ásamt fleiri innlendum og erlendum eignum ALMC, til bandaríska fjárfestingasjóðsins Anchorage Capital Group. LS Retail komst í eigu Straums-Burðaráss eftir að bankinn gekk að veðum vegna láns til Baugs Group, sem keypti fyrirtækið fyrir hrun. LS Retail framleiðir hugbúnaðarlausnir fyrir þjónustufyrirtæki, en það varð til eftir samruna Strengs og Landsteina árið 2007. Athygli vakti fyrr á árinu þegar spurðist að ALMC hefði fyrir áramót innt af hendi yfir þriggja milljarða króna bónusgreiðslur til fyrrverandi og núverandi starfsmanna félagsins.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira