Viðskipti innlent

2,8 prósent atvinnuleysi í janúar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Atvinnuleysi hefur verið á niðurleið að undanförnu.
Atvinnuleysi hefur verið á niðurleið að undanförnu. vísir/daníel
Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,8 prósent í janúar. Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 192.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í janúar 2016, sem jafngildir 81,7 prósent atvinnuþátttöku. Af þeim voru 187.200 starfandi og 5.400 án vinnu og í atvinnuleit.

Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,5 prósent. Samanburður mælinga í janúar 2015 og 2016 sýnir að það fjölgaði í vinnuaflinu um 7.700 manns, atvinnuþátttakan jókst því um 1,6 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 10.400 og hlutfallið af mannfjölda um 2,8 stig. Atvinnulausum fækkaði um 2.600 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 1,5 stig.

Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var hlutfall starfandi fólks 81,1 prósent og jókst um 0,4 prósentustig á milli desember 2015 og janúar 2016. Á sama tíma jókst hlutfall atvinnulausra um 0,4 stig, úr 2,1 prósent í 2,5 prósent. Þegar horft á síðustu sex mánuði þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnulausum fækkaði um 1.100 á meðan starfandi fólki fjölgaði um 4.400.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×