Stjórn VÍS vill greiða eigendum 5 milljarða í arð ingvar haraldsson skrifar 24. febrúar 2016 16:05 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, telur vöxt fyrirtækisins ánægjulegan. VÍS hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ári miðað við 1,2 milljarða hagnað árið 2014. Stjórn VÍS leggur til að 5 milljarðar verði greiddar í arð fyrir árið 2015. Þá færði fyrirtækið niður nýtt hugbúnaðarkerfi að fullu, um 1.430 milljóna króna eftir að virðisprófun á kerfinu. Hugbúnaðarkerfið hafði ekki hafði skilað því rekstrarhagfræði sem vonast var til. Innleiðingartími og kostnaður við kerfið hefur einnig reynst umtalsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Án niðurfærslunnar hefði hagnaður VÍS numið 3,2 milljörðum króna. Eigið fé VÍS nemur 17,5 milljörðum, skuldir 27,3 milljörðum og eignir 44,8 milljörðum. Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 4,1 milljarði samanborið 2,4 milljarða árið 2014. Þá nam samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, 101,5 prósentum á síðasta ári. Hlutfallið batnaði því milli ára en það var 104,5 prósent árið 2014. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu.Forstjórinn ánægður með vöxt„Ánægjulegt er að sjá að ágætur vöxtur var í innlendum iðgjöldum og hækkuðu bókfærð iðgjöld um 5,8% á árinu. Þrátt fyrir iðgjaldavöxt er vöxtur í tjónatíðni áhyggjuefni og það verður áfram áskorun að ná ásættanlegri afkomu af mörgum greinaflokkum vátrygginga. Samsett hlutfall á árinu 2015 var 101,5% en markmið félagsins er að vera með samsett hlutfall undir 100%,” segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. „Góð afkoma á árinu skýrist öðru fremur af góðri ávöxtun fjárfestingaeigna. Fjárfestingastarfsemin gekk vel á árinu og er jákvæð afkoma af öllum eignaflokkum. Ávöxtun skuldabréfa var góð og eins skilaði innlenda hlutabréfasafn félagsins góðri afkomu. Ávöxtun erlendra eigna félagsins olli vonbrigðum á síðasta ári,“ bætir forstjórinn við. Ávöxtun fjáreigna nam 12,2% á árinu, en 7,1% árið 2014. Þá nam arðsemi eigin fjár nam 11,3%, en hefði numið 17,5% ef ekki hefði komið til niðurfærslu óefnislegra eigna. Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
VÍS hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ári miðað við 1,2 milljarða hagnað árið 2014. Stjórn VÍS leggur til að 5 milljarðar verði greiddar í arð fyrir árið 2015. Þá færði fyrirtækið niður nýtt hugbúnaðarkerfi að fullu, um 1.430 milljóna króna eftir að virðisprófun á kerfinu. Hugbúnaðarkerfið hafði ekki hafði skilað því rekstrarhagfræði sem vonast var til. Innleiðingartími og kostnaður við kerfið hefur einnig reynst umtalsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Án niðurfærslunnar hefði hagnaður VÍS numið 3,2 milljörðum króna. Eigið fé VÍS nemur 17,5 milljörðum, skuldir 27,3 milljörðum og eignir 44,8 milljörðum. Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 4,1 milljarði samanborið 2,4 milljarða árið 2014. Þá nam samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, 101,5 prósentum á síðasta ári. Hlutfallið batnaði því milli ára en það var 104,5 prósent árið 2014. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu.Forstjórinn ánægður með vöxt„Ánægjulegt er að sjá að ágætur vöxtur var í innlendum iðgjöldum og hækkuðu bókfærð iðgjöld um 5,8% á árinu. Þrátt fyrir iðgjaldavöxt er vöxtur í tjónatíðni áhyggjuefni og það verður áfram áskorun að ná ásættanlegri afkomu af mörgum greinaflokkum vátrygginga. Samsett hlutfall á árinu 2015 var 101,5% en markmið félagsins er að vera með samsett hlutfall undir 100%,” segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. „Góð afkoma á árinu skýrist öðru fremur af góðri ávöxtun fjárfestingaeigna. Fjárfestingastarfsemin gekk vel á árinu og er jákvæð afkoma af öllum eignaflokkum. Ávöxtun skuldabréfa var góð og eins skilaði innlenda hlutabréfasafn félagsins góðri afkomu. Ávöxtun erlendra eigna félagsins olli vonbrigðum á síðasta ári,“ bætir forstjórinn við. Ávöxtun fjáreigna nam 12,2% á árinu, en 7,1% árið 2014. Þá nam arðsemi eigin fjár nam 11,3%, en hefði numið 17,5% ef ekki hefði komið til niðurfærslu óefnislegra eigna.
Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira