Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2016 19:00 Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. Flugfélagsmenn sjá sóknarfæri með endurnýjun flugflotans. Eftir að hafa notað fimmtíu sæta Fokker-vélar í hálfa öld var loks komið að því að Flugfélag Íslands kynnti stærri og hraðfleygari arftaka til sögunnar, kanadísku vélina Bombardier Q400. Hún flaug beint frá Englandi og renndi sér fyrst í hratt sýningarflug yfir Reykjavíkurflugvelli en svo voru hjólin sett niður og búist til lendingar. Flugfélagið fær þrjár slíkar á næstu vikum sem leysa munu af fimm Fokkera, enda verða þessar með allt að 76 farþegasæti um borð og fljúga 30 prósentum hraðar en eldri vélar; ná 620 kílómetra hraða. Slökkvilið flugvallarins bauð upp á heiðursmóttöku, með því að mynda vatnsboga yfir vélinni, og starfsfólk Flugfélagsins og Icelandair fjölmennti til að fagna tímamótunum. „Þetta er stór stund hjá okkur hjá Flugfélaginu og fyrir innanlandssamgöngur í heild sinni,” sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Þetta er mesta fjárfesting sem félagið hefur farið í gegnum á undanförnum tuttugu árum og vísir á góða tíma framundan og mikil tækfæri í þessari fjárfestingu.” Á flugvellinum höfðu menn orð á því hversu hljóðlát vélin væri, þeirra á meðal ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem kvaðst varla hafa heyrt í henni þegar hún kom. „Ég held að þetta geti bara orðið til þess að setja allar deilur um Reykjavíkurflugvöll niður. Það mun enginn heyra í þessum vélum,” sagði ráðherrann og uppskar hlátur viðstaddra við athöfn í flugskýli Flugfélagsins eftir lendingu.Stóra systir, Q400, í loftinu, en litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna í dag. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Nýjan vélin gefur Flugfélaginu færi á að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum erlendis, Aberdeen í Skotlandi og Syðri-Straumfirði á Grænlandi. Farþegum innanlands fjölgaði einnig í fyrra: „Og töluverð aukning það sem af er þessu ári,” segir Árni, sem kveðst sjá mikil tækifæri á innanlandsmarkaði, sérstaklega í fjölgun erlendra ferðamanna, sem nýti sér innanlandsflugið í vaxandi mæli. Eftir lendingu var rætt við flugstjórann, Jónas Jónasson, í þættinum Ísland í dag. Tengdar fréttir Kangerlussuaq á Grænlandi nýr áfangastaður Flugfélags Íslands Kangerlussuaq, á vesturströnd Grænlands, verður fimmti áfangastaður Flugfélags Íslands á Grænlandi. 21. september 2015 11:30 Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Hefja flug til Aberdeen Icelandair fer í samstarf við Flugfélag Íslands um áætlunarflug til Skotlands 18. ágúst 2015 07:00 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. Flugfélagsmenn sjá sóknarfæri með endurnýjun flugflotans. Eftir að hafa notað fimmtíu sæta Fokker-vélar í hálfa öld var loks komið að því að Flugfélag Íslands kynnti stærri og hraðfleygari arftaka til sögunnar, kanadísku vélina Bombardier Q400. Hún flaug beint frá Englandi og renndi sér fyrst í hratt sýningarflug yfir Reykjavíkurflugvelli en svo voru hjólin sett niður og búist til lendingar. Flugfélagið fær þrjár slíkar á næstu vikum sem leysa munu af fimm Fokkera, enda verða þessar með allt að 76 farþegasæti um borð og fljúga 30 prósentum hraðar en eldri vélar; ná 620 kílómetra hraða. Slökkvilið flugvallarins bauð upp á heiðursmóttöku, með því að mynda vatnsboga yfir vélinni, og starfsfólk Flugfélagsins og Icelandair fjölmennti til að fagna tímamótunum. „Þetta er stór stund hjá okkur hjá Flugfélaginu og fyrir innanlandssamgöngur í heild sinni,” sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Þetta er mesta fjárfesting sem félagið hefur farið í gegnum á undanförnum tuttugu árum og vísir á góða tíma framundan og mikil tækfæri í þessari fjárfestingu.” Á flugvellinum höfðu menn orð á því hversu hljóðlát vélin væri, þeirra á meðal ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem kvaðst varla hafa heyrt í henni þegar hún kom. „Ég held að þetta geti bara orðið til þess að setja allar deilur um Reykjavíkurflugvöll niður. Það mun enginn heyra í þessum vélum,” sagði ráðherrann og uppskar hlátur viðstaddra við athöfn í flugskýli Flugfélagsins eftir lendingu.Stóra systir, Q400, í loftinu, en litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna í dag. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Nýjan vélin gefur Flugfélaginu færi á að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum erlendis, Aberdeen í Skotlandi og Syðri-Straumfirði á Grænlandi. Farþegum innanlands fjölgaði einnig í fyrra: „Og töluverð aukning það sem af er þessu ári,” segir Árni, sem kveðst sjá mikil tækifæri á innanlandsmarkaði, sérstaklega í fjölgun erlendra ferðamanna, sem nýti sér innanlandsflugið í vaxandi mæli. Eftir lendingu var rætt við flugstjórann, Jónas Jónasson, í þættinum Ísland í dag.
Tengdar fréttir Kangerlussuaq á Grænlandi nýr áfangastaður Flugfélags Íslands Kangerlussuaq, á vesturströnd Grænlands, verður fimmti áfangastaður Flugfélags Íslands á Grænlandi. 21. september 2015 11:30 Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Hefja flug til Aberdeen Icelandair fer í samstarf við Flugfélag Íslands um áætlunarflug til Skotlands 18. ágúst 2015 07:00 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Kangerlussuaq á Grænlandi nýr áfangastaður Flugfélags Íslands Kangerlussuaq, á vesturströnd Grænlands, verður fimmti áfangastaður Flugfélags Íslands á Grænlandi. 21. september 2015 11:30
Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19
Hefja flug til Aberdeen Icelandair fer í samstarf við Flugfélag Íslands um áætlunarflug til Skotlands 18. ágúst 2015 07:00
Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15
Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38