Viðskipti innlent

Nýskráningum fjölgar og gjaldþrotum fækkar

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýskráningum hefur fjölgað í byggingarstarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri.
Nýskráningum hefur fjölgað í byggingarstarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri. Vísir/Vilhelm
Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað um 15 prósent síðustu tólf mánuði, samanborið við tólf mánuði áður. Á sama tímabili hefur gjaldþrotum fækkað um 31 prósent. Mest var hlutfallsleg fjölgun nýskráninga í fasteignaviðskiptum, eða um 68 prósent.

Alls voru 2.387 einkahlutafélög skráð á tímabilinu samanborið við 2.069 á fyrri tólf mánuðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Nýskráningum hefur fjölgað í byggingarstarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri.

Mesta fækkunin var í upplýsingum og fjarskiptum.

Gjaldþrotum fækkaði á milli tímabila um 31 prósent. 563 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, samanborið við 816 frá fyrra tímabili. Gjaldþrotum fækkaði mest í flutningum og geymslu í framleiðslu og í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×