Viðskipti innlent

Mars innkallað á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um er að ræða tvær gerðir af Mars sem búið að dreifa í verslanir hér á landi.
Um er að ræða tvær gerðir af Mars sem búið að dreifa í verslanir hér á landi. Vísir/Getty
Sláturfélag Suðurlands hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað Mars súkkulaðistykki vegna mögulegs aðskotahlutar í vörunni.

Um er að ræða tvær gerðir af Mars sem var búið að dreifa í verslanir hér á landi. Umrædd Mars-súkkulaðistykki með eftirfarandi framleiðsludagsetningum hafa verið teknar úr verslunum en möguleiki er að eitthvað hafi þegar selst.

  • Mars 4 pk 180 gr með BBF 04/09/2016
  • Mars 5+1 270 gr með BBF 04/09/2016
Þeir sem hafa Mars-súkkulaðistykki með þessum framleiðsludag eru vinsamlega beðnir að skila þeim í þá verslun sem varan var keypt í eða hafa samband við Sláturfélag Suðurlands í síma 575 6000. 

Þær verslanir sem höfðu vörurnar til sölu eru Kostur, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa, Víðis, Nóatúns, Samkaupa og Nettó.

Líkt og komið hefur fram hafði Mars inc. innkallað Mars-súkkulaðstykki í 55 löndum í Evrópu. Fundist hefur brot af plasti í einu stykki af Snickers sem keypt var í Þýskalandi og ákveðið var að innkalla ákveðnar gerðir af súkkulaðistykkjunum Snickers, Mars, Milky Way og Celebrations sem framleiddar voru í verksmiðju í Hollandi.

Innköllunin á Íslandi nær aðeins til Mars-súkkulaðistykkja.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×