Bankarnir sæta enn rannsókn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna. Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna.
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun